Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 25
25
kent þetta þeim blendingi misjafnlega gáfaðra pilta,
sem á hann ganga, og úr honum fara á hálfnuðu
þroskaskeiði sálargáfnanna, svo að til nokkurrar
hlitar verði, eða svo að óþarft verði háskólanám og
‘frekari’ vísindaiðkanir ? Bekkir í skólum eru mið-
aðir við hinn vaxandi andlega þroska þeirra, er upp
eftir þeim fara. Skólar, lægri og æðri, eru miðaðir
við hið andlega þroskaskeið þeirra, er á þá ganga.
Öll lægri skóla stig eru, í hlutarins eðli, undirbún-
ingr undir hin æðri, eftir vaxandi skynþroska nem-
enda; og fyrirmyndin er lifið sjálft, sem er sífeldr
tröppugangr frá lægra ósjálfbjarga á æðra sjálf-
bjarga stig. Sú skoðun um lærðu skólana, svo sem
»undirbúning undir háskólanám og ‘lrekari’ visinda-
iðkanir«, sem próf. <rertz ógildir, er því í alla staði
eins rétt og heilbrigð, eins og hans ‘ómótmælanlega
raeginregla’ mótmælir sér bezt sjálf og er þar að
auki svo óákveðin, að hún verðr eigi rædd, eins og
hún stendr. Því að, hvað er það, sem ‘nauðsynlegt’
er að kenna, til þess að geta skilið vort (Danmerkr?
eða heimsins, eða hvað?) eigið nútíðarlíf og tekið
þáttíþvi? Það eru til lifandi spekingar, sem færa ó-
rækar sönnur að því, að lff þessa tíma, sem nú er,
skili menn þá bezt, er ætterni þess sé skynsamlega
rakið upp til fornaldanna. Enn lokum úti fornöld-
ina. Tökum nútíðarlífið með öllum þess frammför-
um, því að þær munu þó vera eitthvað af þvi, sem
‘nauðsynlegt’ er að kenna í skólunum. Þá verðr
fyrst á blaði þjóðbúfræðin [statistík, national ökonomi,
fínanz, börs (markaðafræði), land-og sjávar verzlun,
skipasmíði, járnbrautir, gufumagn, rafmagnsfræði,
fregnsimar (telegraf), talsímar (telefon), landvegir,
brúamiði, vagnsmíði, o. m. fl.]. Þetta er nú að eins
einn ófullkominn kapítuli i öllu því, sem ‘nauðsynlegt’