Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Qupperneq 26
2t>
er að kenna piltum í skólum þeim sem nú eru,
þegar grískan er alveg feld burt og latínan að miklu
eða mestu, svo að þeir geti skilið og ‘tekið þátt í’
nútíðarlífi. Þetta, auk margfjölda annars ‘nauðsyn-
iegs’, á að kenna unglingum milli 12 og 20 ára.
Eg spyr í heitri alvöru, er nokkurt vit í þessu? Er
hér um nokkuð að tæla annað enn hugsunartál?
Credam quia absurdum ? Ríði Danir fyrst á þetta
vað, ef þeim er alvara,; oss liggr ekkert á, að ríða
það á undan þeim, þó að forntungnafjendr vorir vili
um framm alla muni fá oss tii þess. Hvggi Islend-
ingar að því í tíma, hvort, þá er þeir eru riðnir
yfir um, þeir muni ekki heyra kallað eftir sér frá
bakkanum hinu megin: Vestigia terrent!
Og nú er komið að höfuðatriðinu: — Á ísland
frammvegis að eiga mentaða menn, eða á það enga
slika menn að eiga? Það eru þó hinir mentuðu
menn þess, ofan frá Sæmundi og Ara hinum fróða,
niðr til Sveinbjarnar Egilssonar1 og Jóns Sigurðs-
sonar, sem afiað hafa ættlandi voru þeirrar frægðar,
er það enn nýtr meðal mentaðra þjóða heimsins.
Eg verð spurðr, getr maðr ekki verið mentaðr,
nema hann lesi og skili grísku og latínu? — í aug-
um hins siðaða heims á vestrlöndum hefir sá einn
almenna mentun, sem les og skilr þessi mál. Fyrir
1 Með undrun hefi eg séð, að Sveinbjarnar er hvergi getið,
þegar menn fara að rita um viðreist islenzkrar tungu á þessari
<>ld. Og þó er sannleikrinn sá, að Sveinhjörn er hinn voldu^i _ frum-
kvöðull þeirrar hreyfingar. Hvar heyrðist annað eins mál a íslandi
frá 1819 til 1839, að Fjölnismenn hófust handa, eins og það, er
Sveinbjörn flutti úr kennarasæti sinu á Bessastöðum? , Þekkja
raenn nú eigi lengr hina unaðlegu þýðingu hans á ‘Odysseifs
drápu’, sem út kom 1829—40? né vita það, að það er málið á
henni sem endrkveðr hvervetna í ritum Jónasar Hallgrímssonar?
Hafa 8nillingarnir Gröndal eldri og Hannes Finnsson ekkert gert
islenzku máli til viðreistar?