Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 27
27
pessu áliti mentaðs heims er einn kostr, að beygja
sig; því að ekki beygir það sig fyrir hinum fáu
hræðum á íslandi eða annarsstaðar, sem rýma vilja
burt úr skólanámi forntungunum. Enda mun alment
álit siðaðra og hámentaðra manna mega teljast eins
virðingarvert eins og ímvndað og ‘uppskrifað’ álit
alþýðu. Afleiðingin af því, að fella burtu úr skóla-
kenslu á Islandi nám þessara mála, verður sú, að
þjóð vor hverfir virðingu siðaðra þjóða fyrir sér i
verðskuldaða fyrirlitningu. Sú þjóð, sem at tómri
óeljan, nennuleysi, sviftir sjálfa sig því mentunar-
atriði, sem verið hefir sómi hennar og frægð í marg-
ar aldir, skipar sjálfri sér til sætis, í augum ment-
aðra þjóða, næst Skrælingjum. Enn við því má Is-
land sannarlega illa, að glata áliti sínu í augum sið-
aðs heims. Það glatar nógu samt.
Er það ekki, alvarlega talað, voðalegt, að neyða
presta landsins niðr i þá fákunnáttu, að geta ekki
lesið eitt orð né skilið i þeirri bók á frummálinu,
sem sálarvelferð kristins mannfélags stendr á —
Nýja Testamentinu? Að geta ekki lesið á frummál-
unum trúarjátningu sinnar eigin kirkju; engan hinna
stórmerku frömuða siðbótarinnar; engan kirkjuföður;
ekki einu sinnisina eigin kirkjusögu; ekki nokkurn rit-
höfund þeirra þjóða, sem mest og bezt hafa unnið
að því frá öndverðu að leggja þann grundvöll undir
mentun Norðurálfunnar sem hún enn hvílir á að
mjög miklu leyti. Að fara þannig með þá menn í
landinu, sem margir hverir verða frammvegis, eins
og hingað til þeir hafa verið, fluggáfaðir menta- og
lærdóms vinir, að varna þeim þess með lögum, að
svala mentunarþorsta sinum; að hrinda þeim niðr á
almúgapallinn — það er meðferð sem bágt er að
koma réttkvæðum orðum að. Prestastétt landsins