Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Qupperneq 28
28
hefir borið heiðarlega hátt fána þjóðmentunar vorr-
ar hingað til; ber hann heiðarlega hátt enn; það er
þjóðglæpr að kippa honum úr höndum hennar með
andvaralausri, ástæðulausri lögjöf. Eða er það annað
enn að veita andlegum slæpingsskap þjóðfóstr, að
bola út námi fornmálanna með þeim fyrirslætti, að
það sé í rauninni alt eim gott, að lesa hina fræg-
ustu fornhöfunda í þýðingum eins og í frummálinu?
Eg mun hverfa að því síðar, hvað þetta eiginlega
þýðir. Hvar halda menn að nú lifandi fyrirtaks-
menn vorir, málfræðingarnir Jón Þorkelsson eldri,
Hjörn Olsen og Finnur Jónsson, hinn hellenski ljóð-
snillingr vor Steingrímr Thorsteinson, og hinn víð-
frægi vísindamaðr, Þorv. Thoroddsen, stæðu, ef þeir
hefðu ekkert numið í latínu og grisku í skóla? Er
það ekki þjóðsynd, að eg eigi segi þjóðglæpr, eða þá
það, sem enn verra er, þjóðrotnun, að knýja gáfu-
menn uppvaxandi kynslóðar til þess að verða það
eJcki, sem þeir eðlilega þrá helzt að vera, þá er þeir
koma út í mentað mannlíf: menn er beri innsigli
þeirra er í æskunni hata þegið vel og vandlega lagða
undirstöðu almennrar mentunar. Er það nærgætni, má
eg spyrja, að senda stúdenta frá Reykjavíkr skóla
til háskólans, er þar standi svo illa að vígi, and-
spænis dönskum stúdentum, að vita ekki orð í sinn
háls í grísku og latinu (því að leikurinn er að af-
nema nám forntungnanna á Islandi áðr en það er
gert í Danmörku)? Þeim væri gert það því nær ó-
kleift — í rauninni alveg ókleift — að nema mál-
fræði við háskólann, hvort sem væri hin svo nefnda
klassiska, eða sú hinna nýrri mála. Því að það
dettr þó vfst engum í hug, að þeir menn geti numið
hin nýju mál til nokkurrar hlítar, sem ekkert hafa
numið í grísku og latínu. Enn það er auðsær hlutr,