Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 29
29
að forntungna fjendrnir hafa enga hugrnynd um það,
að bezta hjálpin til þess, að nema frakknesku og
ensku fljótt og skynbragðslega, er sá, að vera vel
að sér í forntungunum, sérstaklega latínu. Enginn
útlendingr kemst upp á að rita þessi nýju mál, né
enda að tala þau, eins og mentuðum manni hæfir,
nema sá, sem ungr hefir þegið klassiska mentun;
á eg hér ekki við frammburð, heldr orðaval og máls-
greina snið. Sú ímyndun, að nýju málin verði kend
í Reykjavíkr skóla betr þegar forntungurnar eru
feldar burt er draumórar. Það, sem þar við ynnist,
er það, að vísindaleg kensla í málfræði væri rekin
úr skóla; nemendrnir hefðu eftir kennurunum, eins
vel og þeir gætu, frammburðinn, enn hefðu enga
hugmynd um það hvaðan orðmyndir og merkingar
þeirra væru runnar. Slík hjálp er þó þekking á
gömlu málunum við nám liinna nýju, frönsku
og ensku, að hún sparar nemanda fyllilega þrjá
fjórðu hluta þess tíma, sem hann yrði að eyða til
þess, að fletta upp orðbók sinni, ef hann hefði ekk-
ert numið i forntungunum. Sá sem vel er að sér i
fornu málunum, hefir, til meir enn hálfs, numið hin-
ar nýju tungur áðr enn hann fer að stunda þær.
Þekking hans á nýju málunum verðr æfiniega
greindarlegri, ljósari, dýpri, honum gagnsælli fyrir
lifið enn þekking þess, sem ekkert skyn ber á forn-
tungurnar, verðr honum. Þeim, sem til brunns ber
þekkingu á forntungunum, verðr nám afruna þeirra,
hinna nýrri mála, skemtun og yndi; enn þeim, sem
ekkert veit i gr. og lat. verðr það þraut og strit
um langan tima. Afleiðingin af því, að afnema kenslu
í forntungunum verðr því sú, fyrir þá, er nema
skulu nýju málin, að þeir eru neyddir í algerða
fákunnáttu á hinni beztu námshjálp, sem þeir geta