Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 32
32
þaðan eins ókunnugir grískri og rómverskri fornöld
eins og löndum á suðr-hjara jarðar. Það væri þó
alt of skínandi hneixli. Einhver, eða einhverir með-
al hinna frægustu fornhöfunda verða þvi lesnir að
öllum líkum, enn — í þýðing. Enn i hvaða þýðing
yrðu þeir lesnir á íslandi? Danskri, náttúrlega
(nema Hómer og bréf Horatiusar). Danir hafa þýtt
flesta hina merkari rithöfunda Gr. og Rómv. svo hin
danska þýðing er til á reiðum höndum.
Enn íslenzkar þýðingar, aðrar enn hinar nefndu,
kæmu ekki til mála,að minsta kosti ekki ílanga tíð,ekki
heldur þýðingar á þýzku, frakknesku og ensku. Enginn
maðr gæti lesið þær sér til vndis né gagns,nema sá, sem
einkar vel væri að sér i þeim málum; ekki einn i 20 þús
undum færi að brjótast í að utvega sér þær, eins
dýrar og þær eru vanalega, þá er þær eru vandaðar.
Uthýsing forntungnanna úr skóla Islands ber
því það í skauti, að Islendingar skuli þaðan af sjá
hin viðu veldi, hið stórvirka mannlíf, hinar dýrðlegu
iþróttir og voldugu bóklistir klassiskrar fornaldar
að eins með dönskum skynbragðsaugum. Danskan
á að vera grundvöllr almennrar mentunar á »hinni
dönslcu eyju«, íslandi, i stað latínu og grisku.
Sizt dettr mér það i hug að amast við dönsku og
danskri bóklist. Mér þykir vænt um hvora tveggju.
Danir standa hátt meðal mentaðra þjóða í flestum
greinum andlegrar atorku. Enn það gefr öllum að
skilja, að aldrei getr mál þeirra orðið íslendingum
sá grundvöllr almennrar mentunar sem gríska er og
latína; aldrei sú bjálp, sem þessar tungur eru til
þess, að nema með greind og gleggni frakknesku og
ensku. Danskan, eins og hver einn annar góðr
hlutr, lýtr hinu almenna lögmáli allra góðra hluta:
nytsemi hennar hefir sín takmörk.