Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 33
33
I útlöndum, þar sem vaxandi vinnumarkaði
liggr alt af á þeim er vel sé færir í verklegum iðn-
um og vísindum, og þeim sjálfum liggr á þvi, fá-
tæktar vegna, að komast sem allra fyrst á æfinni
— fyrir innan og um tvítugt — í launaða vist, þar
er það mjög náttúrlegt, að menn komi fram og
flytji mál slikra fátæklinga og haldi því fram að það
sé að misbjóða þeim, að halda þeim í e'coles nor-
males superieures — eg á við Frakkland — við æf-
ingar f klassiskum málum langt fram á þrítugs aldr,
unz þeir ná hinu háa prófi, sem þar er heimtað, og
geta þá fyrst byrjað að æfa sig eingöngu fyrir iðn sína í
écoles polytechniques. Enn fyrir því verður enginn
frakkneskr maðr borinn sá, er skoðun hans sé
nokkurs virði, að nema skuli burt úr écoles norma-
'les, sem svara til Rvikur skóla, kenslu í grísku og
latinu.
Englendingar hafa leyst úr vandamálinu á skyn-
samlegan hátt eins og þeirra var von og vísa. Hér
byrja sveinar á námi forntungnanna, þegar þeir
eru 6—8 ára gamlir; fyrst á latneskri málfræði og
ári, eða svo, síðar, á griskri. Framan af eru þeir
þaulæfðir í beygingum og breytingum málmyndanna
og þeim reglum er snerta samstöfur, langar og
stuttar; þarnæst í þeim er ákvarða áherzlu hljóð-
stafa í báðum raálum, sem, að því er til grísku
kemr, er vandlært, nema í æsku sé numið af fær-
uni kennara. Jafnframt þessu eru sveinarnir æfðir
f því, að setja saman gefin orð f rétt vers í báðum
málum. Þar næst í þvf að setja gefna texta enska
í latnesk og grísk vers. Þetta segja Englendingar,
og segja það satt, er að handsama hjarta málsins.
Jafnhliða öllu þessu eru gefnir venjulegast tveir
stýlar á viku og höfundar i báðum málum lesnir
3