Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 34
alt hvað af tekur; og i hinum daglegu æfingum er
það sérstaklega heimtað að sveinninn lesi meðréttri
áherzlu óbundið mál og með réttri greiningu langra
og stuttra samstafa skáldskap, og síðan þýði reip-
rennandi þann stað, sem hann kemr upp í, og
hlaupi rösklega i gegnum þær málmynda breytingar
sem hann er spurðr að. Með þessu móti verða
gáfaðir unglingar svo fullnuma við 15—16 ára aldr
í þessum málum að eftir það er námið fullkomnun-
ar nám. Úr undirbúningsskólunum verða nemendr
að fara 10 ára gamlir, ef þeir ganga á háskóla og
ætla að vinna þar með inntökuprófi til ölmusu.
Enn þeir geta farið fyrr, ef þeir vilja fara á aðrar
mentunarstofnanir, til að búa sig undir sérstakt
starf í lífinu. Þeir, sem á háskóla fara, verða að
leysa af hendi próf á 3 árum, í sérstökum tilfellum
á 4. Eru kandídatar því við búnir að leggja gjörfa
hönd á lífsins starf þá er þeir eru þetta 23 ára
gamlir. Þetta er einungis mögulegt þá er svona
snemma er byrjað á skólanámi.
Þó eg nú hafi rakið hér kenslu í gömlu málun-
um, þá er það eigi svo að skilja, að þau séu hið eina
sem kent er í undirbúningsskólum hér. Saga, land-
fræði og Nýja Testamenti eru og vandlega lesin.
Enn við maþematík er þó lögð mest rækt eftir forn-
málin, og í þeirri voldugu vísindagrein er háskólinn
hér hinn hæsti skóli í heiminum, Að öllu samtöldu
er á Englandi mest gert til að efla nám í maþema-
tík, einkum við hina. nýrri háskóla. Enda er sú
vísindagrein megin-grundvöllrinn svo að kalla und-
ir allri mannlegri þekkingu og mentun. Þessa vís-
indagrein hafa Grikkir kent oss vestrbúum og er
um vér enn í dag komnir í henni tiltölulega skamt
fram úr því sem Grikkir komust lengst.