Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 36
btaðan yrði: -h- forntungurnar, -(- húmbúg. Fyr-
ir náttúru og technisku visindin yrði að útvega
nýja kennara, þeim yrði land að launa ekki ein-
ungis til þess að þeir gætu lifað, beldr og til þess
að þeir gætu kent, enn til þess fengju þeir sér eng-
an tíma út lagðan, af þeirri einföldu ástæðu að hann
væri ekki til. Með breytingunni færi náttúrlega
stórflóð kostnaðar yfir landssjóð; þvi að ómögulegt
er að kenna náttúru- og technisk visindi nema með
nauðsynlegum áhöldum. enn þau eru afar kostnaðar-
söm, þó aldrei nema hið minsta, sem komist verðr
af með, væri aðfengið. Kenslan i þessum vísindum
gæti með engu móti farið fram i bekkjum skólans,
hún yrði að hafa sérstakt rúmgott vel lýst hús
fyrir sig með sérstöku fyrirkomulagi innanstokks,
og það kostar peninga.. Hér er nú stutt yfir farið
langt mál og mikilsvarðandi, enn líklega nóg sagt til
þess, að athuguiir menn sjái að ef landið á að fá
kenslu í þessum visindum, þá er vegrinn til þess
sá, að setja upp sérstakan vísindaskóla — og hann
er landinu bráðnauðsynlegr — enn hugmyndin, að
búa hann til úr þeim 68 stundum á viku sem gömlu
málunum eru lagðar í skólanum er hyggjulaus barn-
askapr.
Eg segi það enn, það eru fjörráð við hið veika
mentunarlíf Islands, að reka forntungurnar úr skóla,
og það sem gerir tilræðið Ijótast í framan er það,
að það kemur fram undir fölskum fyrirslætti, í þeim
skilningi, að ástæðurnar fyrir nauðsyn útrekstrsins
verða að tómum reyk og hjómi ef heilbrigð skyn-
semi tekr á þeim. Kenslu i fornmálunum skyldi
færa, að minu viti, langt fram úr því sem injuria
temporum er búin að gera hana. Ef Islendingar
heima mönnuðu sig, t. d., upp til þess, að gefa út