Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 37
37
hin frægu fornrit sín með latneskri þýðingu og
skýrandi athugasemdum á latínu, þá fengju þeir enn
víðari markað erlendis fyrir slikar útgáfur, meðal
rómanskra eigi síður enn meðal germanskra þjóða,
enn þær útgáfur fá, sem út koma á norðrlöndum
eða Þýzkalandi. Bækr eru enn gefnar út á latinu,
o: eru ritaðar á því máli svo hundruðum skiftir á
ári. Það nær engum samanburði, hvað íslenzk bók-
list nú er orðin víðfrægari enn hún var á öldinni
sem leið og framan af þessari. Enn að sama skapi
sem eftirtekt heimsins á ritlist feðra vorra 'verðr
viðtækari, að sama skapi víkkar og markaðrinn
fyrir hana. Ekki veit eg til þess, að það hafi stað-
ið sölu bókaskrár Möbiusar yfir islenzkar og norsk-
ar fornbækr í vegi að hún var skrásett á latinu,
og er þó ólíku saman að jafna, hvað bókaskrár
seljast miðr enn fróðleg og skemtileg rit, vel út
gefin, á hvaða máli sem er. Ef kennarar Reykjavíkr-
skóla, með styrk at landsfé í byrjun, gengjust
fyrir þvi, að gefa út Bibliotheca Scriptorum Islandi-
corum medii ævi, á þann hátt, sem hér er bent til,
og hefðu umboðsmenn til að seljaritið í Höfn, Leip-
zig, Paris, Florence, Madrid, London og New-York,
þá gegnir það litlum efa, að slíkt fyrirtæki mundi
verða þeim efnauppspretta, auðnuvegr skólanum,
sem ætti að njóta viss hluta af arðinum, og landinu
hinn mesti sómi.
Eitt verð eg að minnast á enn, sem vakið hefir
undrun mína. Vér vitum það allir, að unglingriun,
sem venjuiega er fjörkálfr, ef hann er heill heilsu,
er alment latr til bókar. Orðið, að berja hann
til bókar, er garaall húsgangr. Aðrir enn hann
sjálfr bera oftast fyrir hann áhyggjur lífsins; al-
vara pess rennr ekki upp yfir sjónbaug hans fyrri