Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 38
38
enn eftir þá tið, að baráttu hans við skólanám er
lokið. Hann er lifsgleðinnar og lífsnautnarinnar
flögrandi fiðrildi. Hann er auðleiddr, þvf að hjart-
að er viðkvæmt og tilfinningin næm, og þau hampa
kollinum milli sín. Hann hefir óbeit á baráttu við
erfiðleika og er óþolinn af því að »ört streymir
blóð i æskudaga*.. Af öllum þeim námsgreinum
sem hann fæst við í skóla eru gömlu málin og
maþematikin honum venjulega erfiðust. Og þetta
eru þó námsgreinarnar sem, að almennri reynslu,
veita sálarþroska hans mestan viðgang, ef hann
gefst ekki upp. í skóla er hann sendur með fé
föður eða vandamanna. Skylda hans er að svíkja
ekki föður né vandamenn með tómlæti og hirðuleysi
og þessa skyldu brýna kennarar hans fyrir honum
sífelt. Þegar nú unglingsins áhyggjulausa líf er
þannig úfað, hvernig geta menn þá skilið i þvi, aó
ráðnir og rosknir menn skuli fylla blöð með stað-
lausri fordæmingarmærð einmitt um þær námsgrein
ir sem hinn tómláti unglingr hefir mesta óbeit á,
af þvi að það er honum fyrirhöfn að nema þær,
meiri en hann vildi þurfa að leggja fram. Hefir þess-
um mönnum hugkvæmzt hverjar afleiðingar slík að-
ferð getr hafc, að hún getr orðið til þess að egna
óbilgjarnan til þess, að verða, úr tómlætingja, sem
lagfæra mætti, þverúðugr trassi, hatandi þá mest,
sem lionum vinna mesta þörf, kennara sína? Það
er vitavert, að gera afnám þessara ken3lugreina að
blaða og timarita-máli, á þann hátt, sem það hefir
þegar verið gert, þvi að hætt er við að slíkt veki,
hjá vanstiltura og óþroskuðum unglingum, anda ó-
reglu og óbeitar á námslifi, þeim sjálfum eingöngu
til óhamingju og kennurum til skapraunar — og
hver veit hvers á endanum. Þeir sem skólanum