Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 41
41
amtmaður hann fulltrúa sinn á íslandi, en svifti
Odd völdunum. Var þar með að miklu leyti tekið
fyrir hið gegndarlausa ráðriki Odds. Fuhrmann tók
þegar til óspiltra málanna að kippa ýmsu í lag, er
aflaga hafði farið í ráðsmenskutíð Odds, og var ait
annað en hlífinn við fyrirrennara sinn. Atti Oddur
upp frá því oft í vök nð verjast gagnvart honum.
Eins og nœrri má geta tóku allir övinir og mót-
stöðumenn Odds þessum boðskap fegins hendi og
hugðu sér til hreifings. En það var ekki heldur
með ollu laust við að sumir af hinum svo kölluðu
vinum Odds, er alt til þessa hefðu haft hann fyrir
átrúnaðargoð og fórnað sinni flærðarsál á hans blót-
stalla, sneru við honum bakinu er þeir sáu hvað
verða vildi, og gjörðu sér far nm að viðra s'g upp
við hinn nýja valdfromuð. Þótt Fuhrmann væri
hreinlyndur maður og prettalaus, var hann samt ekki
svo hafinn yfir allan mannlegan breiskleika að hann
diæpi hendi við hjálparmeðolum þeim, er honum
buðust, þótt þau ef til vill væri ekki með ollu óað-
finnanleg. Honum duldist það ekki, að svo framar-
lega sem hann vildi tryggja vald sitt á Islandi að
fullu og ollu, varð hann að kúga þennan harðsvír-
aða óeirðarsegg til hlýðni eða steypa honum ella.
Hann veitti því fúslega áheyrn ollum þeim, er eitt-
hvað misjafnt þóttust vita um Odd og fegnir vildu
iétta lastmælabyrðinni af hjarta sfnu, og honum
barst fljótt meira en nóg af sögunum. Þegar Oddur
fór að líta í kringum sig, var vina- og áhangenda-
hópurinn tekinn að rýrna nokkuð grunsamlega.
Það var eins og hvirfilvindur hefði þotið yfir og
feykt þeim burt með sér, og von bráðar stóð hann
þar einn eftir eins og veðurbarin eik.
Oddur hafði lengi bölsótast i deilura og mála-