Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 42
42
ferlum áöur hann hitti fyrir sér jafningrja sinn að
þvi er snerti ósvífni og brottaskap. Hinir skæðustu
af mótstöðumonnum hans, eins og t. d. Jón biskup
Vídalin, Páll lögmaður og upp á síðkastið Fuhrmann
amtmaður, voru að visu harðsnúnir og illir viður-
eignar, en allir kynokuðu þeir sér þó við að gefa
ástríðum sínum algjörlega slakan tauminn, hervæð-
ast sömu vopnum og Oddur og virða lög og rétt að
vettugi. Ennþá hafði Oddur ekki hitt fyrir sér neinn
mótstöðumann, er tæki upp somu aðferð og hann,
þaggaði niður allar sraáathugasemdir samvizkunnar
og gengi í berhögg við lög og réttarvenjur undir
eins og það kom í bága við eigin hagsmuni. Hin
eldri kynslóð hafði enn svo mikla réttarmeðvitund,
þótt sljófguð væri, að hún að minsta kosti leitaðist
við að byggja athafnir sínar á einhverjum laga-
grundvelli og setja þeim einhver velsæmistakmörk.
Hin yngri kynslóð bar eins og vænta mátti keim af
Oddi og hans tíma, því hann hafði verið hennar
forustusauður, og meðal hennar reis upp maður er
tók klækina upp eftir Oddi og beitti þeim á móti
honum sjálfum. Þessi maður var Jóhann Gottrup
sýslumaður, og á viðureigninni við hann ofreyndi
Oddur sig svo á endanum að hann náði sér aldrei
aftur.
Jóhann Gottrup var sonur Lauritz lögmanns
Gottrups og var fæddur og uppalinn á íslandi.
Þegar hann hafði lokið námi sínu, sótti hann um
skólameistarastörf á Hólum en fékk ekki. Árið
1716 varð hann lögsagnari foður síns i Húnavatns-
sýslu og tók algjörlega við henni eftir lát hans 1721.
Það lítur helst út fyrir að Gottrup þegar frá byrjun
hafi verið illa við Odd, og hefur það líklega verið
af þvi, að honum hefur þótt Oddi farast illa við