Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 43
43
föður sinn, Lauritz lögmann. Víst er um það, að
hann eftir útkomu Fuhrmanns var þegar í stað fús
til að takast á hendur öll mál á móti Oddi, er hon-
um gafst kostur á að fjalla um, hvernig svo sem
þau voru. Þegar sem mest málaþrasið reis upp i
kring um Odd um og eftir 1720, var hann ætíð við
hondina til að taka þátt í því, og hann sýndi þá
þegar að hann var óhlífinn og vílaði ekki fyrir sér
að ganga í berhögg við hvern sem vera skyldi.
Oddur kallar hann þá þegar í bréfum sínum opin-
beran fjandmann sinn.
Eitt meðal annars, er Fuhrmann amtmanni eftir
útkomu sína hafði borist til eyrna um Odd, var það
að hann héldi Snæfellsnessýslu og Stapaumboð án
þess að hafa veitingu konungs fyrir þvi. Skipaði
hann nú Oddi að leggja fram veitingarbréfin, ef
hann hefði nokkur, ella yrði hann að sækja á ný
svo framarlega sem hann vildi halda lénunum. Odd-
ur lézt vilja það. Fuhrmann heimtaði þá að Oddur
þegar í stað setti veð fyrir afgjaldinu, en hann kvað
þess engan kost með svo stuttum fyrirvara. Amt-
maður haföi þá ekki fleiri orð um þetta, en lét bjóða
upp sýsluna og uraboðið, en enginn vildi gefa sig
fram. Er það líklegt að fáa, er þektu vígtennurnar
i Oddi, hafi fýst að setjast í nágrenni við hann, og
var þó umboðið freistandi. Þrátt fyrir tregðu manna
til að bjóða i lénin var ekki nærri því koraandi við
amtmann að hann léti Odd halda þeim, heldur skip-
aði hann Jóhann Gottrup til að þjóna bæði sýslunní
og umboðinu. Gjörðist þetta á alþingi 1721.1 Þessi
aðferð amtmanns sýnir, að það eitt vakti fyrir hon-
1 Lögþingisbók 1721 nr. 22.