Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 46
46
Honum fanst þaö sem sé gjöra minna til þó hann
léti dálítið meira fylgja með i fjárnáminu, en sem svar-
aði þessum skuldum ; hugði hanná þann hátt að bæta
sjálfum sér það er hann þóttist vanhaldinn af Oddi.
Um sumarið tók hann sig til og lét greipar sópa um
eigur Odds hvar sem hann náði til þeirra. Eftir
því sem Oddi sjálfum segist frá í bréfi einu, er hann
ritaði amtmanni, voru afreksverk Gottrups í fjár-
námsferðinni innifalin í eftirfylgjandi athöfnum: 1.
Tók Gottrup undir sig og lét færa á brott töluvert
af rekavið í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum, er
Oddur þóttist réttur eigandi að, og það án þess að
hafa nokkra skoðunarmenn með sér. — 2. Lýsti Gott-
rup hafti á húsi einu, er Oddur átti á Hjallasandi.
Voru í þvi eitthvað um 80—90 vættir af fiski og
tók Gottrup af því svo mikið sem hann gat rogast
burt með, en lét hitt eftir undir berum himni. — 3.
Tók Gottrup undir sig 2 skipshluti Odds undir Skaga,
bæði fisk, lýsi og sundmaga. — 4. Kom Gottrup i eigin
persónu 8. ágúst og sýndi Oddi yfirgang í húsihans
i Rifi, æpti þar og hrópaði og lýsti hafti á persónu
Odds. — 5. Lagði Gottrup haft á og tók undir sig alla
báta Odds, er voru í Snæfellsnessýslu, og það án
þess að gjöra honum aðvart eða bera fyrir sig
nokkrar skipanir frá æðri völdum. Fór Gottrup
síðan með bátana og veiðarfærin alveg eins og hann
ætti það sjálfur, brúkaði sumt í eigin þarfir, en sumt
lánaði hann öðrum út í frá. Ennfremur rak hann
hafa tekið það upp hjá sjálfum sér. Þetta mun þó varla geta
verið rétt, því bæði lét Grottrup árið eftir færa inn í lögþingis-
hókina (lþh. 1723 nr. 35) að fjárnámið væri gjört eftir boðum
stjórnarinnar og landfógeta, og hið sama segir hann i bréfi til
stiftamtmanns; hefði hann trauðla vogað slikt ef það hefði ekki
verið satt.