Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 50
50
úr. Skrifuðu þeir nú utan og reyndi hvor fyrir sig
að fegra sitt mál. Oddi þótti sér gjört herfilega
rangt til og lézt hafa setið jörðina eins vel og frek-
ast mætti á kjósa. Að því er kirkjuna snerti kennir
hann Gottrup um allar skemdir á henni og lýkur
máli sinu þannig: »Eftir það in junio 1722 að Gott-
rup tók kirkjuna á Ingjaldshóli undir sína direktion,1 *
hefur hún mest spilst og íordjarfast, so sem þar
nálægum mönnum kunnugt er, því hún frá þeim
tíma inn til þessa hvorki hefur verið mökuð, digtuð,
saurafærð né umbætt . . . og veit ég fyrir víst að
ekki á ég til þess að svara sem kirkjan skemst
hefur eftir það ég við hana skildi og hún kom í
annara vöktun.®8 Gottrup aftur á móti segir að
Oddur hafi sölsað undir sig kirkjutekjurnar og þess
vegna sé kirkjan komin svo á fallanda fót. Þykist
hann yfir höfuð að tala verða hart úti i viðskiftum
sínum við Odd og lætur sem sér innan skams muni
fjárþrot búið ef Oddi haldist þetta framferði lengur
uppi, og hafi hann ennþá litla sem enga skilagrein
gjört sér fyrir umboðinu. Segir hann að alt hafi
gengið hljótt og friðsamlega til í Snæfellsnessýslu
veturinn 1722—23, meðan Oddur var utan, en nú
sé aftur alt í uppnámi. »Og þótt maður«, segir
hann að lokum, »leggi út í mál við þennan mann,
þá verður enginn endir á þvi. Fyrst er að
fá dómara langt að með miklum kostnaði, og þegar
út í málið er komlð, áfrýjar hann því frá einum
rétti til annars og dregur það á langinn til að þreyta
mótstöðumanninn. Fari nú svo á endanum að hann
verði dæmdur í sektir, er ekkert af honum að hafa,
því skuldir hans til konungs, kirkna og spítala ganga
1 Þ. e. stjórn.
* Stiftsskjalasafn A 88 j.