Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 51
51
fvrir öllu, og því sem afgangs kynni að vera af
eigum hans hefur hann sumpart skotið undan og
sumpart sóað í utanferðum sinum®.1 2 Þegar þeir nú
þannig á báðar hliðar þóttust búnir að gjöra skvldu
sína að því er bréfaskriftirnar snerti, einsettu þeir
sér að bíða úrskurðar stjórnarinnar. Leið nú svo
alllangur tími að enginn kom úrskurðurinn, og á
meðan hertist enn meir á hnútunum milli þeirra.
Oddur þóttist ekki bótalaust mega rísa undir ó-
jöfnuði Gottrups að þvi er fjárnámið snerti og kröf-
ur hans viðvikjandi umboðinu. Skrifaði hann amt-
manni 2 bréf um þetta efni, 24. okt. 1721 og 18.
apr. 1722, og bað hann skipa sér dómara í málum
þeirra. Nefndi hann helzt til þess Sigurð Sigurðs-
son landþingsskrifara. Amtmaður svaraði honum
engu til fyrra bréfsins, en siðara bréfinu svaraði
hann löngu seinna á þann veg, að hann gæti ekki
sint þessari beiðni hans vegna þess að hann hefði
ekki nákvæmlega greint frá málavöxtum. Oddi þótti
amtmaður gjöra sér rangt til í þessu og skrifaði því
konungi 20. jan. 1723, er hann var i Kaupmanna-
höfn, og kærði amtmann. Lýkur hann bréfi sinu á
þessa leið: »Vegna tregðu amtmanns til að setja
mér dóraara í málum mínum móti Gottrup, sem er
einn af skjólstæðingum hans, hef ég neyðst til að
láta sakir minar algjörlega niður falla og þola það
bótalaust að Gottrup oft og tíðum í ritum, ræðum
og ólögmætum gjörðum hefur misboðið mér og ollað
mér bæði smán og skaða, og er nú við því búið að
ég verði með öllu févana, nema því að eins að Yðar
1 Stiftsskjalasafn A 68 dd. Bréf Gottrups um þetta efni eru
2 og eru þau dags. 18. sept. 1722 og 80. sept. 1723. Ég skal geta
þe8s að megnið af bréfum þeim, er ég tilfæri hér, er ritað á
dönskn.
4*