Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 52
Hátign styðji mig til að ná rétti mínura. Þegar
Gottrup varð þess visari að amtmaður hélt með
honum í því að skipa mér engan setudómara, tók
hann sig til síðastliðið sumar og gjörði án dóms og
laga upptæka marga fiskibáta, fisk og annað góz,
er ég átti í Snæfellsnessýslu, og hef ég enga leið-
rétting fei.gið á þvi. Ég neyðist því til í þessum
bágindum mínum að bera mig upp við Yðar Há-
tign í þeirri vissu von, að Yðar Hátign hjálpi mér
til að ná rétti mínum gagnvart þessum voldugu
embættismönnum, og styðji að þvi, að ég njóti sann-
gjarnra bóta fyrir skaða þann, er skjólstæðingur
amtmanns, Jóhann Gottrup, hefur gjört mér. Vænti
ég þess um leið að Yðar Hátign sjái af bænarskrá
minni hversu réttlátega og óvilhalt Fuhrmann amt-
maður gætir laga og réttar í þessu tjarlæga landi,
og að eigi megi framvegis vænta annars af slíkri
tregðu og lagasynjuu en afturfarar og truflunar i
dómsmálum svo saklausir menn fái ekki not-
ið laga og réttar sér til varnar og sýknunar«. Að
lokum mælist hann til þess að konungur leyfi sér
að stefna málinu til hæstaréttar.x) Stiftamtmaður
spilti því með öllu að þessi beiðni Odds fengi fram-
gang. Vildi hann jafnvel telja amtmann á að stefna
Oddi fyrir ósvífni og álygar, ef ekki hefði mátt bú-
ast við því að alt hans fé gengi til að borga skuld-
ir hans til konungs, kirkna, spltala og fátækra.1 2)
Á alþingi 1723 lagði Gottrup fram reikning
yfir té það, er hann þóttist hafa tekið á móti af
Oddi upp í kúgildaskort, jarðaálög o. fl. i Stapaum-
boði og enn fremur yfir góz, skip og jarðir þær, er hann
1 Stiftsskjalasafn A. 33 e
2 Kopíubók stiftamtsin8 6. tid.