Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 55
umboðsins og ábúðina á Ingjaldshóli, komu upp nýj-
ar greinir með þeim Oddi og Gottrup, er miklu voru
þýðingarmeiri en hinar fyrri miskliðir þeirra, og
var þeim svo háttað sem hér segir.
4 nóv. 1723 hélt Gottrup þing á Ingjaldshóli
og komu þar fram stefnur frá Sigurði Jónssyni á-
búanda á Ingjaldshóli til Jóns Sveinssonar, Sæ-
mundar Gislasonar, Þorgeirs Helgasonar og Sigurð-
ar Eggertssonar. Voru þetta þeir menn er Oddur
hafði gjört út um sumarið til að slá á Ingjaldshóli,
og voru þeir ailir misendismenn og illa ræmdir.
Þótt þeim væri löglega stefnt, mætti þó enginn
þeirra fyrir réttinum og vissu menn það frekast
til þeirra að þeir héldu sig i Rifi með Oddi. Voru
nú sendir menn með bréflega kollun til þeirra um
að koma þegar í stað á þingið. Mennirnir komu
aftur og kváðust munnlega og bréflega hafa boðað
Sigurð Eggertsson, Jón Sveinsson og Þorgeir Helga-
son á þingið, en Sæmund Gíslason fengu þeir ekki
á tal við sig. Var hann þó sagður inni í sömu
búðinni og hinir, en það var búð Odds lögmanns.
Ennfremur hofðu sendimennirnir þau tíðindi að
flytja að Oddur hefði verið viðstaddur, er hinir
stefndu voru kallaðir að mæta fyrir réttinum, en
að hann hefði bannað þeim að mæta fyrir réttinum
þann dag.
Þegar að þvi var komið að ganga skyldi til
prófs og vitnatektar um málið kom Oddur þar í
opna skjöldu og sagði við Gottrup að hann skyldi
ekki vera að hóka fíflskuna. Gottrup og dómsmenn-
irnir ámintu hann um að tefja ekki fyrir réttinurn
með ónauðsynlegu skrafi, heldur skvldi hann, ef
hann hefði nokkuð fram að tæra i málinu, koma
með það skýrt, sköruglega og skikkanlega. Stóð