Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 56
56
Oddur þá upp, gekk snúðugt fram fyrir réttinn með
reiðisvip miklum. greip tveim höndum til korðans
og mælti: »Hér er korðinn minrt; viljið þérsjd hvað
d hann er merkt?« Spurði þá Gottrup hvort hann
vildi draga korðann, en Oddur kvað nei við því.
Var síðan bæði hann og aðrir, er óviðkomandi voru
réttinum, beðnir með hógværð og stillingu að ganga
út og tefja eigi fyrir málarannsókninni, en Oddur
sinti því ekkert. Aftur á móti lýsti hann því yfir
í heyranda hljóði að hann vildi gjörast ábyrgðar-
maður þeirra fjögra sökudólga, er áður voru nefnd-
ir, og svara fyrir sektir þær, er þeim kynnu að
verða dæmdar. Þar til var honum svarað, að ef
hann vildi taka að sér mál þessara vandræðamanna
þá væri fyrst að því að hyggja, hvort hann mætti
að lögum gjöra það og hvort það ekki kæmi í bága
við lögmannsembætti hans. Þá svaraði Oddur:
»Hvern djöfulinn viljið þér segja um lögmannsemhœtti?
Mikill fantur megið þér vera! Tók hann síðan upp
hjá sér stefnu til lögþingis fyrir hönd Sæmundar
Gíslasonar og rétti að Gottrup. Gottrup leit á stefn-
una og fékk sfðan Oddi aftur og vildi ekki lesa
hana upp. Fór Oddur þá sjálfur að lesa hana fyr-
ir réttinum og gjörði það mjösr óskilmerkilega með
hlátri og sköllum og var öðru hvoru að ávarpa þing-
vitnismennina og aðra, er þar voru inni. Fóru þeir
nú að skattyrðast Oddur og Gottrup og brígslaði
Oddur honum um að einum af dómum hans hefði
verið hrundið fyiir æðra dómstóli. Þar til svaraði
Gottrup: »Eg hef ekki étið ofan í mig mina dóma«l)
Þá mælti Oddur: »Heffluð þér þafl gjört, þá heffli
1) Grottrup stiklar hér til dóms nokkurs, er Oddur forðum
daga hafði kveðið upp yfir Hákoni Hannessyni sýslum. í Kang-
árvallasýslu, en orðið sjálfur að ónýta aftur.