Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 60
bO
mönnum réttast að slíta þinginu, þvi þeir bjuggust
við að Oddur mundi aldrei leyfa þeim að gegna
störfum sinum í friði. Hnýttu þeir svolátandi klausu
aftan við réttarskjölin:
»Og þar sem að so undanförnu máli og rétt-
arins stórri hindran og foragti með illum
orðum og atvikum af lögmanninum Oddi, sem fyr-
ir þessum rétti svarið er, ekki befur við máiin nokkr-
ar réttarins aðgjörðir löglega hafðar verið, og utan-
sem innanhrepps þingsóknarmenn afsegja að fyrir
rétti kunni lengur að þjóna frá þeirra fátækum,
sjúkum og nauðstöddum heimilum kallaðir, og mæta
hér ófriði fyrir kongsins rétti í orðum og atvikum,
ítem í þessari dýrindis og sóttar tíð ekki hús eða
beimili eða kostur fyrir so margan mann í einurn
stað, og það sérlegasta, að enginn kann sig trygg-
ann að vænta fyrir ófriði, — er sýslumannsins Gott-
rups og allra þingvitnismanna sameiginleg ráðfær-
ing fyrir rétti, að so fraraförnu á þessum 2
þingdögum, og þó þing væri lengur haldið von á
enn meira ofríki, allir menn vopna- og verjulausir
og ekki á lífi eður limum óhultir nætur eða daga:
Eru málin uppsett og alt hvað ofríkiskent kann að
vera fram farið eða vitnað fyrir þessum rétti yfir-
gefið til sýslumannsins sem héraðsdómara það fyrir
landsins tiltrúuðu yfirvaldi að andraga1 og yfirréttar
stefnu yfir að taka, samt þessa réttar og réttarins
beþénta klagan að framfæra, so þar á bót verði
unnin.2
Eftir þessa atburði var Gottrup nokkurn tíma
á þingferðum í sýslum sínum og gat því ekki í
1. Þ. e. skýra fri.
2. Stiftsskjalasafn A 88 e.