Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 61
61
bili snúist við raálssókn á hendur Oddi, en að hon-
um hefur verið það allmikið áhugamál og að hann
hefur verið óþreyjufullur eftir að láta Odd sæta
refsingu fyrir tiltæki sitt, sést bezt á því, að hann
um hávetur tók sér ferð á hendur suður til Bessa-
staða til að tala við amtmann. Meðan hann var
staddur á Bessastöðum ritaði hann amtmanni bréf
og bað um setudómara i málinu. Skipaði amtmað-
ur til þess Sigurð Sigurðsson landþingsskrifara og
hélt hann seint um vorið þing í málinu á Ingjalds-
hóli. Oddur kom snöggvast við á þinginu, og er
hann sá Gottrup þar, gat hann ekki setið á strák
sínum og kallaði til hans: »Þú hefur rœnt og stolið
frd mérlo. Reið hann síðan niður að Rifsbúðum
með sveinum sínum. Að þessu sinni var ekki kveð-
inn upp dómur i málinu, og lét Gottrup tilleiðast
fyrir margitrekaða bæn Orms sýslumanns Daðason-
ar og ósk Odds að gefa samþykki sitt til þess að
málið kæmi fyrir rétt að Staðarbakka í Helgafells-
sveit 26. júní, því þar átti Ormur að dæma um
hin önnur mál, er þeim Oddi og Gottrup fóru á
milli. Skyldi Sigurður Sigurðsson einnig mæta þar
og kveða upp dóm í Ingjaldshólsmálinu. Gottrup
þóttist nú svo viss um að hafa ráð Odds í hendi
sér, að hann lét tilleiðast að sýna af sér það veg-
lyndisbragð, svo sem lítilfjörlegan vott um sáttfýsi
sína og göfuglyndi, að afsala sér og gefa Oddi eftir
á næstkomandi vertíðarlokum 2 heila hluti af skip-
um þeim, er gengu til fiskjar frá Hjallasandsbrekk-
um og Stapa.
Eftir samkomulagi var réttur haldinn á Staðar-
bakka 26. júní, en hvorki Sigurður landþingsskrif-
ari né Gottrup mættu þar. Varð því að sleppa
Ingjaldsbólsmálinu, er Sigurður átti að dæma. Orm-