Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 65
65
Á þessu hausti tók Gottrup aftur upp Ingjalds-
hólsmálið, er ekki hafði verið dæmt um sumarið á
Staðarbakka sökum fjarvistar Sigurðar landþings-
skrifara. Kom það fyrir rétt á Ingjaldshóli 30. okt.
og var Niels Kjær dómari í því. Eins og við var að bú-
ast gat Oddur þar á engan hátt staðið við skammir^
þær, er hann hafði látið dynja yfir Gottrup um þjófn-
að, yfirhilmingu með glæpum m. fl., og óskaði nú
sjálfur að hann aldrei hefði látið sér þau orð ura
munn fara. Dæmdi Kjær honum sektir miklar en
hlifði honum við embættis- og ærumissi.
Þetta Ingjaldshólsmál dró dilk á eftir sér. Það
var mál milli Gottrups og Páls Gunnarssonar, eins
af sveinum Odds. Skal hér skýrt frá því í stuttu
máli, af þvi að Oddur var nokkuð við það riðinn og
af þvi það sýnir Ijóslega að Gottrup var ekki hýr f
horn að taka heldur en Oddur, ef' því var að skifta.
Auk þess sýnir það greinilega réttarástandið um þær
mundir.
Þegar Oddur gjörði mestan uslann fyrir réttin-
um á Ingjaldshóli, var Páll í för með honum. Ha,nn
var að nokkru leyti alinn upp hjá Oddi og sannað-
ist fyllilega á honum máltækið »fé er jafnan fóstra
likt.«1 * * * 5 Páll kom nokkrum sinnum drukkinn fyrir
1 Páll var drykkfeldur eins og Oddur og lenti þeim stundum
saman í illdeilum er þeir voru við öl. Þannig flaug Oddur einu
sinni á Pál í tjaldi sínu skamt frá Kalmanstungu. Yarð Páll
ofan á í stimpingunum, en til að svala heift sinni heit Oddur
hann i vörina svo Páll hröklaðist undan og heim að Kalmans-
tungu og sagði sínar farir eigi sléttar. Jón yngri Vídalín, sonur
Pál8 lögmanns, var þar fyrir með föður sinum. Honum varð
þessi staka á munni er hann heyrði hrakfarir Páls :
Þótt enginn haldi uppi’ um þig, tannaförin sýna sig
Oddur, minning þinni, - samt á mannkindinni
5