Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 66
66
réttinn og lézt vilja tala við Gottrup einsiega. Lét
Gottrup á endanura að beiðni hans og veitti honum
áheyrn, en þegar til kom hafði Páll ekki annað
fram að bera, svo getið sé, en eitthvert drykkjuþvað-
ur. Tók hann sér síðan sæti framarlega í kórnum og
vildi ekki fara út meðan verið var að bera sam-
an þingvitnin þótt Gottrup áminti haun um það
tvisvar. Kvaddi þá sýslumaður nokkra af þingvitn-
ismönnunum til að leiða hann út. Drógu þeir hann
nauðugan fram eftir kirkjugólfinu, en hann spyrnti
við, greip í stólana og hélt sér svo fast að þeim
lá við broti. Þegar hann var kominn tram eftir
gólfinu og orðinn laus við stólana, sleit hann sig af
mönnunum sem héldu í hann, hljóp upp í loftstigann
að hurðarbaki og bjóst að verjast þaðan með staf,
er hann hafði í hendinni. Honum tókst það þó ekki
lengi, því hinir hlupu á hann, tóku afhonum stafinn,
fleygðu sjálfum honum út og lokuðu að sér kirkj-
unni.2
Gottrup lét þetta kyrt liggja þar á þinginu, því
hann þóttist eiga nóg með Odd, en hann hugsaði
Páli þegjandi þörfina ef hann skyldi ná til hans sið-
ar við tækifæri. Þess var heldur ekki langt að bíða.
Seint í sama mánuði (22. nóv.) var Páll á leið út í
Flatey og kom að Ósi á Skógarströnd. Hittist þá
svo á að Gottrup var þar fyrir með sveina sina.
Undir eins og har.n sá Pál þreif hann til hans, sleit
af honum ferðaskikkjuna, varpaði honum til jarðar
og batt hann á höndum og fótum með tilstyrk svein-
anna. Dróg hann síðan reipi milli handa og fóta
og berti líkamann saman í kút. Að þvi búnu rann-
sakaði hann Pál hátt og lágt og tók til sín bréf og
* Stiftsskjalasafn Á 38 e.