Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 72
72
engum lögmannsstörfum að gegna hér á landi en
hef á margan hátt orðið fyrir ofsóknum og ranglæti
neyðist ég til að fara utan nú 1 ár með Stykkis-
hólmsskipi til að bera mál mín fram íyrir Hans Ha-
tign konunginn. Yður sjálfum, herra amtraaður!
roun vera bezt kunnugt um hið bága ástand mitt.
Eignarjörð minni Narfeyri, sem ég hafði bygt upp
að nýju, hef ég verið sviftur með þeim rétti, sem
Guði og hverjum manni er kunnugt, og frá annari
ábýlisjörð minni, Ingjaldshóli, sem ég einnig hafði
húsað af mlnum eigin viði og stórum bætt, hef ég
án dóms og laga verið hrakinn og hrjáður með ógn-
um og ofbeldi. Af jarðagózi mínu hafið þér, herra
amtmaður! tekið nokkuð undir yður, en hinu hafa
aðrir seilst eftir, og margt annað hefur mér verið
gjört rangt til, svo ég treystist ekki lengur að búa
undir slíku ofbeldi. Jeg get talið margar fleiri á-
stæður, sem knýja mig til að fara utan i ár, t. d.:
1. Eru nú heimtaðir af mér 300 rd. fyrir frakkneskt
skip, er strandaði hér 1702; hef ég þó sjálfur aldrei
veitt móttöku nema 280 rd. og verð ég að skýra
það mál nánar fyrir stjórninni. — 2. Verð ég að
hreinsa mig af ýmsum ákærum og aðdróttunum við-
víkjandi hinum og þessum málum frá árunum 1708
—1716, og get ég það þvi að eins að ég f'ari sjálfur
til Kaupmannahafnar. — 3. Leikur inér hugur á að
leita staðfestingar konungs á byggingarbréfl þvi, er
ég hef fyrir Borgarfjarðar- og Skógarstrandarjörðum,
og gefa stjórninni til kynna hversu til hefur gengið
um þau lén. — 4. Neyðist ég til að stefna fyrir
hæstarétt dómi þeim, er kveðinn var upp í yfirrétti
1722 i máli milli mín og Jóns heitins Sigurðssonar,
og fleiri nauðsynjaatriði knýja mig til að fara utan.
Eg skal geta þess að ég veit mig ekki standa undir