Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 80
80
írá því, að laga og réttar hér á landi bæði fyrir
undir- og yfirrétti er ekki einasta hirðulauslega gætt,
heldur og jafnvel ósæmilega og ótilhlýðilega, eink-
um nú upp á siðkastið, og eru þessir misbrestir sér-
staklega innifaldir í eftirfarandi póstum:
1. Framferði Odds lögmanns Sigurðssonar, sem
alkunnur er orðinn bæði í Kaupmannahöfn og á
Islandi. Alt frá þeim tíma að hann á unga aldri
var gjörður að lögmanni og skipaður fulltrúi Gyl-
denlöwes stiftamtmanns á íslandi, hefir hann, sem
var einn með auðugustu mönnum á landinu, varið
auð sínum og eignum til málaferla og ófriðar og
flækt landa sína í þrætur og miskliðir, jafnvel fyrir
hæstarétti. Þó hefur hann upp á síðkastið ekkert
mál unnið vegna þess að hann aldrei hefir haft á
réttu að standa, heldur ætíð haft það eitt fyrir aug-
um að leiða menn út í vandræði og bölvun og véla
undan þeim fé. Auk þess hefur hann á fulltrúaár-
um sínum stungið undan fé þvi, sem hefur átt að
ganga til kirkna, spítala og fátækra i landinu. Með-
an hann sjálfur stóð við stjórn, var ómögulegt að
að ná rétti sínum fyrir honum, og fyrst eftir að
hinn núverandi amtmaður tók við embætti fóru
menn að stefna honum til alþingis. Eftir að hann
1721 slepti umráðura yfir Snæfellsnessýslu og Stapa-
umboði, tóku menn þar i sýslunni að kæra mál á
hendur honum, og þar eð ég þá var dómari í þess-
um málum,er hann tapaði hverju á fæturöðru,tók hann
að ofsækja mig af fremsta megni á margvíslegan
hátt. Hélt hann sig að jafnaði i Snæfellsnessýslu
og safnaði um sig óaldarsveit og flökkulýð og ill-
ræmdum bófum og framdi þar allskonar spellvirki.
2. Meðal þess, er hann hefur gjört sig sekan
i, er það ekki minsta meinið að hann á síðastliðn-