Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 81
81
um þingum hefur vanrækt störf sln í lögréttu sök-
um drykkjuskapar og óreglu, og hata margir bæði
meðal alþýðu og embættismanna mist við það réttar
sins og beðið stórtjón af. Fyrir þessa vanrækslu
sína og stirðleika i embættissökum var honum 1719
dæmd sekt i yfirrétti, en var í það skifti hlíft við
embættismissi. Þessari vanrækslu í embættisgæzlu
hefur því miður síðan haldið áfram til mikils baga
fyrir þjóðina, og kvað einkum mikið að þvi á síð-
asta þingi, því eftir að þingið hafði staðið yfir rúma
18 daga eða hálfa þriðju viku, sem er langt tram
yfir venjulegan þingtima, var hér um bii 10 mál-
um frestað til næsta þings. Sum af þessum málum,
er frestað var, snertu lif og æru, og í nokkrum
öðrum málum, er komu fyrir lögréttuna, einkum ef
þau voru mikilsvarðandi, var sumpart enginn dóm-
ur upp kveðinn og sumpart ófullnægjandi.............
Þessi réttarvanræksla kemur mest til af því að rétt-
arhaldið, sem gjört er ráð fyrir að eigi sér stað
bæði fyrri og síðari hluta dags, byrjar stundum
ekki fyrri en kl. 2—3 e. m. og stendur yfir stund-
um einn tíma og stundum lengur, alt eftir því sem
liggur á dómendunum. Síðari hluta dags er ekki
stefnt saman til réttarhalds fyrr en liðið er undir
miðnætti, og stundum verður ekki at neinu réttar-
haldi. Þessu fer fram þar til tekið er að liða að
þingslitum, og safnast málin fyrir við þetta ráðlag,
en þá verða fátækir lögréttumenn að fara að búast
á stað, því neyð og hungur vofir yfir heimilum
þeirra og fjölskyldum ef þeir dvelja lengur. Af
þessu leiðir og einnig uudandrátt embættismanna
með að taka saman hina nýju lögbók samkvæmt
boðum Yðar Hátignar, þvi þótt sumir af sýslumönn-
unum komi ekki til þiu'gs í 2 eða 3 ár, sæta þeir
6