Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 82
82
engri refsingu fyrir. Jafn ótilhlýðilega og ósæmilega
gengur málareksturinn fyrir undirrétti heima í sýsl-
unum. Sumir meðal sýslumannanna og dómaranna
flækjast þar í ærumeiðandi mál, og á það sér eink-
um stað á útkjálkum landsins þar sem sýslumaður-
inn er því nær einráður og amtmaðurinn eða lög-
mennirnir aldrei stíga fæti sínum. Síðan koma þessi
mál til alþingis og sannast þá oft hinir og þessir
glæpir og óknyttir á hendur sýslumönnunum, t. d.
að þeir hafi lagt fram fölsk þingvitni, svarið rang-
an eið og látið mál liggja í þagnargildi, er vörðuðu
lífið Það kemur og fyrir á þingum heima í héruð-
um að rétturinn er truflaður og ónáðaður og að
jafnvel embættismennirnir sjálfir komast í áflog og
ryskingar. Þrátt fyrir þetta fara sýslumenn þeir,
er slíkt athæfi sannast upp á, leiðar sinnar af þing-
inu fríir og frjálsir og eru taldir jafn góðir og gild-
ir eftir sem áður. Þessir menn eru látnir drotna
1. í meðfylgjandi skjali styður Gottrup þennan framburð
sinn með dæmum frá alþingi 1725. Þar var á þinginu sannað
upp á Jón ísleif&son, sýslumann í Skaftafellssýslu, að hann hefði
lagt fram fölsk þingvitni í sifjaspellsmáli nokkru, en lögréttan
daemdi ekki málið (shr. Lögþingisb. 1725 nr. 18). Það orð lék
á um Teit Arason, sýslum. í Barðastrandarsýslu, að hann hefði
ausið botnlausum skömmum yfir föður sinn og systur og gjört sig
sekan í margskonar óhsefu. Þar á þinginu kom fram mál, er
varðaði líf, og hafði hann látið það liggja niðri í 5 ár og bar
fyrir sig að embættisbók sín hefði brunnið (sbr. Lþb. 1725 nr. &
og 7). Markús Bergsson, sýslum. í Isafjarðarsýslu, sór af sér
eiginhandarskjal, er hann hafði útgefið, en lögréttan hafði þá ekki
tima til að rannsaka málið frekar (smbr. Lþb. 1725 nr. 19). Eg
skal leyfa mér að geta þess að þó að lögþingisbókin nefni öll
þessi mál á nafn, lýsir hún þeim þó ekki jafn greinilegaog Gott-
rup, og sumum af þessum atriðum málanna gengur hún alveg
framhjá. Þess er þó varla tilgetandi að Gottrup hafi skáldað i
eyðurnar, því hann gat búist við að það yrði uppvíst.