Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 86
86
raeð þessa að þeir séu fjandmenn sínir og að þetta
tiltæki þeirra sé sprottið af hatri og illvilja og hafi
eingöngu raiðað til að fá hann dæmdan frá æru
og embætti. I fimta lagi telur hann það að Fuhr-
mann amtmaður án undangengins dóms og einasta
eftir beiðni Gottrups, sem sjálfur var undir löglegri
ákæru, hafi vikið sér frá embætti og siðan ekki ein-
asta neitað sér um vegabréf, heldur einnig borið
á sig þungar sakir og ósannar. Enn fremur lætur
hann illa yfir því að amtmaður skuli hafa skipað
Niels Kjær, er átti langt að að sækja, til að dæma
málið um haustið, og það þrátt fyrir það þótt Kjær
eins og áður er sagt hafi berlega sýnt sér fjand-
skap. Segir hann að Kjær hafi siðan eigi ein-
asta felt dóm í málinu þrátt fyrir öll mótmæli
sín, heldur þar á ofan skorast undan að láta Gott-
rup leggja fram í réttinum hin áðurnefndu þing-
vitni og að lokum dæmt sér gífurlegan málskostnað.
Að síðustu segir hann að Gottrup hafi stefnt mál-
inu til alþingis, en þegar hann sjálfur hafi beiðst
andstefnu hafi Benedikt varalögmaður neitað sér
um hana og síðan hafi þeir Páll og Benedikt dæmt
sig iil æru- og búslóðarmissis. Virðist honum málið
alt til þessa hafa gengið öndvert við lög og rétt og
stefnir því Fuhrmann amtmanni, Páli Vídalín, Bene-
dikt Þorsteinssyni, Níels Kjær, Sigurði landþings-
skrifara, Jóhanni Gottrup, [og vitnunum í Ingjalds-
hólsmálinu] Bárði Þórðarsyni, Eiriki Ólafssyni, Helga
Helgasyni, Steindóri Jónssyni, Ögmundi Bárðarsyni,
Magnúsi Gíslasyni og Jóni Tómassyni að mæta
fyrir hæstarétti 1727 l.
Þegar Oddur var búinn að afreka þetta, fór
1. Stiftsskjalasafn A 41 d.