Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 87
87
hann út um vorið til að birta stefnurnar og reið til
alþingis. Hafði honum vaxið svo kjarkur og þor
við hæstaréttarstefnurnar að hann sætti lagi meðan
Benedikt varalögmaður var heima á Þingvöilutn og
settist hispurslaust i lögmannssæti norðan og vestan,
þótt hann væri settur frá embætti. Fuhrmann amt-
maður bað hann rýma sætið en Oddur skeytti því
engu heldur sat sem fastast og skammaði amtmann;
varð hann jafnvel svo illyrtur að hann fór að bregða
honum um »blóðhandritin« í Schwartzkopfmálinu.1
Oddur hafði þó ekki annað en skapraun af þessari
þrákelkni sinni, því enginn vildi þar á þinginu leggja
mál sitt undir hans dóm. Að hann þó í fullri alvöru
hefur gjört tilkall til allra umráða í lögdæminu, má
sjá ljósan vott um af yfirlýsingu einni, er hann kom
fram með þar á þinginu. Var hún á þá leið að
hann gjörði sýslumönnum í norðan og vestan lög-
dæminu aðvart um að þeir ættu að gjalda sér, þeirra
sönnum og réttum lögmanni, alla lögmannstolla af
sýslunum, en bannar aftur á móti harðlega Benedikt
varalögmanni að veita nokkrum lögmannstollum
móttöku hér eftir án sfns leyfis.2
Eftir alþing tóku menn sem óðast að búa sig
utan til hólmgöngunnar fyrir hæstarétti. Sigldi
amtmaður á Búðaskipi, Benedikt varalögmaður með
einu af norðanskipunum, en þeir Oddur og Gottrup
báðir með Stykkishólmsskipi. Þegar málin voru
tekin fyrir um veturinn, þótti dómurunum málstaður
1 Sá kvittur gekk meðal mauna að heitmey amtmanns, Apol-
lónia Schwartzkopf, hefði verið ráðin af dögum á Bessastöðum
með eitri, og að Fuhrmann hefði verið i vitorði með mæðgum
tveim um það. Voru hafðar rannsóknir allmiklar í málinu, en
kvitturinn staðfestist aldrei.,
* Lögþingisb. 1726 nr. 28.