Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 88
8»
Odds nokkuð ískyggilegur er þeir fóru alvarlega að
rýna í skjölin. Að vísu þótti Ingjaldshólsmálið ekki
eins afskaplegt og það virtist i fyrstu, því Oddur
hafði verið drukkinn mjög og síðar sýnt á sér nokk-
urskonar iðrunarmerki yfir framferði sínu. Aftur á
móti þótti járnamálið, er svo var kallað, mjög ófag-
urt. I rauu og veru var það sérstakt mál og heyrði
Ingjaldshólsmálinu ekkert til, en málfærslumanni
Gottrups hafði tekist að flækja því inn i Ingjalds-
hólsmálið. 23. apríl 1727 féll dómurinn og var hann
á þá leið að Oddur skyldi fyrir illyrði sín og ofbeldi
við Gottrup bæta 40 lóð silfurs og hafa fyrirgjört
æru sinni og búslóð. Öll þau illyrði i ræðum og
ritum, er Oddur hafði komið með um Gottrup og
aðra, er við máliu voru riðnir, skyldu dauð og
marklaus og aldrei teljast þeim til smánar eða vansa.
í málskostnað skyldi Oddur gjalda Gottrup 300 rd.r
Fuhrmann amtmanni 100 rd., Benedikt varalögmanni
100 rd., Páli Vidalin 50 rd. og Sigurði landþings-
skrifara 30 rd.1
Þannig var þá að sinni endi bundinn á mála-
ferli Odds og hann alt annað en heiðarlegur. Oddur
tók dómsúrslitunum á alt annan veg en menn höfðu
búist við. Hann hvorki umturnaðist af bræði né
æðraðist, heldur tók því með stillingu og þolgæði,
og bar það eftir því sem Jón Grunnvíkingur segir,
eins og uokkurskonar kross, er lagður væri á hann
af forsjóninni, ekki fyrir misgjörðir hans við Gottrup,
heldur fyrir vfirgang hans og ranglæti viö fátæka
1 Lögþingisb. 1727 nr. 13. Þegar Páli lögmanni bárust fregn-
ir nm málsirslitin, er mælt að hann hafi kveðið visu þessa:
Nú er sagan nógu löng, Broddi er kominn i glæfragöng,
ná eru dómar hreptir; Gottrup hrekur á eftir.