Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 93
93
og varð það úr á endanum að hann fékk fulla upp-
reisn ærunnar.
22. júni 1730 féll dómur hæstaréttar í aðtektar-
málinu. Dómar þeir, er áður höfðu verið kveðnir
upp í málinu, skyldu hér eftir með öllu ógildir. Að
þvi er Stapaumboð snerti skyldi Oddur ekki selja
meira af hendi en þau 3481/* leigukúgildi og 72 rd.
Spec., er hann þegar fyrir löngu hafði staðið skil á.
I álag á Hamar og Akureyjar átti hann að svara
II vtt. 1 fj. 3 f. Enn skyldi hann gjalda upp í
eftirstöðvar af umboðsafgjaldinu 108 vtt. 3 fj. og í
landskuld af hálfum Ingjaldshóli 10 vtt. Aftur á
móti skyldi Gottrup bæta Oddi þær 127 vtt. 3 f., er
hann hafði tekið af honum 22. sept. 1721, og 28 vtt.
6 fj. 2 f., er hann hafði fengið hjá Fuhrmann amt-
manni fvrir silfurúr og silfurkorða, sem hann hafði
tekið frá Oddi, og skila aftur 59 vtt. 4 fj. fiskjar,
er hann hafði tekið undir sig. Að öðru leyti skyldi
fjárnám og kyrrsetningar Gottrups á munum Odds
ógilt með öllu og aldrei koma Oddi til skaða. Gott-
rup átti að skila aftui með óskertum tekjum öllum
jörðum Odds, er hann hafði lagt haft á. og selja aí
hendi þá 14 báta, sem hann hafði gjört upptæka, 1
jafn góðu standi og þeir voru þegar hann tók þá,
ásamt öllum löglegum tekjum af þeím upp frá þeim
degi, er Oddur misti þeirra. Einnig skyldi Gottrup
skila aftur 7 rekatrjám, er hann hafði slegið eign
sinni á, og gjöra Oddi skilagrein fyrir hinum kyrr-
setta matfiski ásamt lögmannstollunum af Húnavatns-
og Snæfellsnessýslum. Að lokum skvldi hann bæta
Oddi hneisu og skaða með 200 rd. og gjalda 100
rd. í málskostnað Til að jafna niður og gjöra upp
á milli þeirra um þetta alt saman skyldi amtmaður
skipa 2 óvilhalla menn, og svo framarlega sem