Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 97
97
móður sína, og voru það stundum ekki nema örfáir
daiir í einu og með fárra daga millibili.1 2 Þegar til
Islands skyldi halda, voru kaupmenn tregir á að
flytja hann, at hverju sem það hefir verið, og varð
stiftamtmaður að ganga i það á endanum J
Ur þessu fóru nú mótstöðumenn Odds smátt og
smátt að týna tölunni. Raben stiftamtmaður og
Páll lögmaður voru nú báðir komnir undir græna
torfu, og nú vorið 1733 andaðist Fuhrmann amt-
maður. Hafði hann átt einna mestan þátt í að lægja
rostann í Oddi þegar hann var búinn að tildra sér
•sem hæst og enginn mátti rönd við honum reisa,
•og þó var Fuhrmann enginn óeirðarmaður. Flestir
af samtiðarmönnum hans á Islandi luku lofsorði á
hann, og virðist alt benda að því, að lýsing Jóns
prófasts Halldórssonar á honum i Hirðstjóraannál
sínum sé sönn og rétt, en hún er þannig: «Amt-
maður Fuhrmann var með hærri mönnum á vöxt,
fyrirmannlegur, skarpvitur, veltalandi, forfarinn í
flestum iærdómslistum og tungumálum, svo ég efast
um að hér hafi verið lærðari veraldlegur yfirmaður;
þar með var hann friðsamur, ljúfur, lítillátur, glað-
sinnaður og veitingasamur. Á alþingi var oftast nær
alsetið i kring um hans borð um máltið af fyrir-
inönnum landsins og hans góðum vinum, er hann
lét til sín kalla. Sótti ekki eftir neins manns falli
eða hrösun, stundaði til að halda landinu við frið
og landsrétt®3. Hann var í stuttu máli sagt virtur og
elskaður af öllum — nema óeirðarseggjunum.
Á þessu sama ári hjó dauðinn einnig skarð í hóp
1. Lögþingisb. 1732 nr. 32 tölul. 26—29.
2. Árb. Esp. IX, 79.
3. Safn til sögu íslands II. bls. 776—77.
7