Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 103
103
þannig farið, að hún hafði eigi neitt það i för raeð
sjer, er gæfi sjerstaklega ástæðu til þess. Það var
enginn einn höfðingi yfir öllu landinu, hvorki jöfur
nje jari, er þyrfti að leita mægða við jafntigna höfð-
ingja í öðrum löndum. Það var heldur engin alls-
herjar framkvæmdarstjórn í landinu, nema alþingi
þær tvær vikur, er það stóð á sumri hverju, er gæti
tekið á móti erindisrekum útlendra þjóðhöfðingja, nje
heldur gert menn á fund þeirra af hendi þjóðarinn-
ar. Enn fremur var Island svo lítið ríki og fjar-
iægt öllum öðrum löndum, að íbúum þess gat aldrei
komið til hugar að reyna að auka vald sitt, nje á-
sælast lönd annara þjóða; þeir þurftu þvi aldrei að
senda menn í neinum slíkum erindum.
Öðru vísi var þessu farið með útlendar þjóðir
gagnvart íslandi. Einkurn Ijek konungum Norð-
manna snemma hugur á þvi að ná Islandi undir yf-
irráð sín, en þeir gátu eigi gert það með valdi.
Það var bæði torsótt að sækja með her manns yfir
reginhafið, og rikismunurinn var heldur eigi svo gíf-
urlega mikill á þeim dögum; auk þess höfðu Nor-
egskonungar venjulega nóg annað að vinna heima
fyrir, enda hefði mælzt illa fyrir slikri herferð með-
al þegna þeirra, þótt innanlands og utanlands ófrið-
ur hefði eigi hamlað þeim löngum frá að hyggja á
slíkt.
Þegar Norðmannakonungar vildu ná fótf'estu
og yfirráðum á íslandi, urðu þeir því að reyna það
á friðsamlegan hátt, með þvi að senda menn af
sinni hendi til landsins, til þess að flytja þar erindi
sitt við íslendinga á alþingi eða heima í hjeruðum,
og einnig með því að fá einhverja Islendinga ti)
þess að ganga í lið með sjer og flytja það mál við
landa sína. Þannig höfðu Noregskouungar farið að,