Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 104
104
er þeir vildu fá einhverju öðru fratngengt við Is-
lendinga; svo gerði Olafur konungur Trvggvason,
er hann ljet boða kristna trú á Islandi.
En þetta tvennt, sem nú var nefnt, kristnin og
löngun Noregskonunga til þess að auka vald sitt,
var i raun rjettri undirrótin að öllum þeim utan-
stefnum, sem Islendingar fengu á Sturlungaöldinni,
og ástæðan til útkomu allra þeirra erindisreka, sem
hjer verða nefndir, og getið er um, að komið hafi
til íslands af hendi útlendra þjóðhöfðingja á þeim
árum. Það var með öðrum orðum, baráttan um
yfirráðin yfir hinum andlegu og hinum veraldlegu
málum á Islandi.
Þótt erindisrekar útlendra konunga kæmu til
íslands á 10. og 11. öldinni til þess að reyna að
koma landinu undir yfirráð þeirra, gerði það ekk-
ert, af því að Islendingar sjálfir gættu þá svo vel
frelsis síns og stjórnarskipunar sinnar.
En til þess að fá glögga hugmynd um þetta
mál, verða menn að gera sjer nokkra grein fyrir
þvf, hverjir höfðu yfirráðin i landinu og hvernig
þeim var fyrir komið.
Þá er höfðingjar þeir, sem byggt höfðu ísland,
settu sameiginlega stjórnarskipun á stofn fyrir allt
landið, fengu allmargir af helztu höfðingjunum yfir-
ráðin í sínar hendur. Það voru goðarnir og lög-
sögumaðurinn, formaður alþingis, og var það venjulega
einhver vitrasti höfðinginn í landinu. I upphafi
var tala goðanna 36, en nokkru síðar urðu þeir 39
að tölu, og jafnframt voru þá nelndir 9 menn meö
þeim í lögrjettuna jafnir þeim að völdum, svo að
segja má, að um 50 höfðingjar hafi ráðið lögum og