Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 107
107
tnönnum kristin fræði og að þjóna guði, en fast
skipulag komst þó fyrst á kirkjunnar ríki á Islandi,
«r hún fjekk sameiginlega stjórn fyrir allt landið,
þá er biskupsstólar voru settir á stofn í landinu.
Aldrei hefur kristin trú komizt á í neinu landi
á jafn fagran hátt sem á Islandi. Höfðingjarnir
fóru svo viturlega. að ráði sinu, að þeir lögtóku
hana á alþingi, áður en til vandræða kom meðal
landsmanna. Þeir tóku kristnina að sjer; reistu
kirkjur og lærðu messugjörð eða ólu upp presta
handa sjer og sínum mönnum; þeir stjórnuðu mál-
um kirkjunnar jafnframt og þeir stjórnuðu öðrum
málum landsins. Þeir báðu einn hinn ágætasta
mann úr sínum hóp, Isleif Gissurarson, að hann
færi utan og ljeti vígjast til biskups og síðan kusu
þeir biskupa sína sjálfir, en útlendir trúboðabiskup-
ar komu eigi til landsins eptir daga Isleifs. Bisk-
uparnir stjórnuðu kirkjunni eins og höfðingjar og
stjórn þeirra kom eigi f bága við hag höfðingjanna.
Bændur eða höfðingjar gáfu kirkjum sinum jarðir
«g fje til afnota, en þeir stýrðu því sjá'.fir. Kirkjan
á Islandi varþannig bœndakirkja eða höfðingjaJcirkja.
Hún hlítti sama löggjafarvaldi og landið í heild
sinni; biskuparnir lengu sæti ásamt lögsögumanni
og goðunum í lögrjettunni, og þar ræddu þeir allir
samt lög þau, er kirkjuna snertu. Kenuimenn lutu
og sama dómsvaldi og aðrir landsmenn.
Öll stjórnarskipun kirkjunnar á Islandi var
þannig veraldlegri en í öðrum löndum og ólík hinni
almennu stjórnarskipun kaþólsku kirkjunnar. Vald
kirkjunnar hafði farið mjög vaxandi víðsvegar um
Norðurálfuna síðan á 11. öld, og það hlaut að hafa
áhrif á kirkjuna á íslandi, því að allir hinir nýt-
ustu stjórnendur kirkjunnar höfðu það mark og mið,