Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 108
108
að auka vald kirkjunnar sem mest þeir máttu, og
draga hana og kennimenn alla að öllu leyti undan
yfirráðum leikmanna. Mismunur sá, sem var á
stjórn islenzku kirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar í
öðrum löndum, hlaut því fyr eða síðar að verða að
ófriðarefni, og sú varð líka raunin á, eptir að erki-
biskupsstóll var reistur í Niðarósi 1152.
Þá er ísleifur biskup fór utan að sækja bisk-
upsvígslu, fór hann á fund páfa til þess áð fá hjá
bonum fulla löghelgi lagða á biskupsveldi sitt. Páf-
inn ljet erkibiskupinn i Brimum vígja Isleif til
biskups, og Island var lagt undir erkibiskupsdæmi
hans. En erkibiskupinn í Brimum var svo fjarri
íslandi og svo ókunnugur öllu þar í landi, að hann
gat lítil afskipti haft af kirkjumálum á Islandi.
Sama má segja um erkibiskupinn í Lundi, eptir að
þar var settur erkibiskupsstóll fyrir öll Norðurlönd
(1104), enda átti hann í vök að verjast heima fyrir
á þeim tímum, sem hann var yfirmaður íslenzku
kirkjunnar.
Oðru máli var að gegna með erkibiskupinn í
Niðarósi. Ferðir voru tíðar á milli íslands og Nor-
egs, svo hann átti hægt með að kynna sjer hag
kirkjunnar á Islandi og veita því eptirtekt, er þar
gerðist. Hann gat því látið til sín taka um kirkju-
mál á Islandi, er honum þótti nauðsyn á vera, og
þess var heldur eigi lengi að bíða.
Þá er erkibiskupsstóll var settur á stotu í
Noregi, varð allmikil breyting á hag kirkjunnar þar
í landi. Áður hafði hún verið þjóðkirkja; konung-
arnir skipuðu menn í biskupsembættin og voru þann-
ig æðstu yfirráðendur kirkjunnar, en kirkjueigendur
völdu prestana; þingheimur samþykkti þau lög, er
kirkjuna snertu, og bændur dæmdu mál klerkajafnt