Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 109
109
og önnur mál. Nú aptur A móti varð Noregur sjálf-
stætt kirkjuland undir yflrstjórn páfans, og erki-
biskupinn æðsti formaður kirkjunnar innanlands;
kórsbræður eða kanúkar öðru nafni voru settir við
hverja dómkirkju, og þeir áttu að velja biskupa.
Biskuparnir skipuðu presta, og tekjur kirkjunnar
voru auknar, en að öðru leyti stóð flest i sama
horfi og áður. Norska kirkjan fjekk þannig sjer-
stakan foringja og mikilvæg rjettindi, en þau rjett-
indi voru þó meiri, sem hún hafði eigi fengið, en
þurfti að ná, ef hún vildi jafnast á við kirkjuna í
öðrum löndum. Og nú hafði hún eignazt mann, þar
sem erkibiskupinn var, til þess að berjast fyrir
þeim. Hann átti »um fram allt að leggja trúlega
stund á að haga sjer eptir boðum hins postullega
sætis og í auðmýkt að hlýða því eins og móður
sinni og drottningu«. Þannig bauð páfinn i skipu-
lagsskránni fyrir erkibiskupsstólinn.1 Eptir hans
boðum, en eigi eptir boðum konungs, átti erkibiskup
að fara.
A næstu árum náði norska kirkjan miklum
völdum undir sig, því að það bar vel í veiði fyrir
hana, er Erlingur skakki leitaði á náðir erkibiskups
með Magnús konung, son sinn, og fjekk hann til
þess að krýna hann til konungs yfir Noregi (1164).
Noregur skyldi vera arfleyfð og eign Olafs kon-
ungs hins helga og Magnús konungur taka hann
að ljeni af Óiafi konungi, eða með öðrum orðum af
kirkjunni.
Móti Magnúsi konungi og móti kenningu þess-
ari reis Sverrir konungur. Deila hans og barátta
við erkibiskup og páfa var bæði hörð og löng, því
1) Norges gml. Love I. 440—41. Dipl. Isl. I, 212.