Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 110
110
Sverrir var hið mesta mikilmenni og vildi eigi vera
háður kirkjunni í neinu, en kvað konunginn hafa
vald sitt frá guði og tign hans hvíla á guðdómleg-
um rjetti. Þó fjekk hann eigi hnekkt kirkjuvaldinu
áður en hann fjell frá.
Valdi því og rjettindum, sem erkibiskup hafði
unnið uudir kirkjuna í Noregi, viidi Eysteinn erki-
biskup Erlendsson (1157—88) ná undir kirkjuna á
Islandi. Hann var vitur maður og skörungur
mikill og einhver hinn göfgasti forvígismaður kirkj-
unnar í Noregi. Hann sendi íslendingum alvarleg
áminningarbrjef1 um að bæta siðferði sitt; hann
vandaði um við kennimenn og fyrirbauð þeim, sero
menn höfðu drepið, að inna af hendi nokkra guðs-
þjónustugjörð. Einnig fyrirbauð hann kennimönnum
öllum að taka á hendur sjer sóknarmál nema fyrir
örvasa frændur sína, föðurlaus börn og verndarlaus-
ar konur og vítti þá fyrir kappsemd þeirra og
vopnaburð. Hann fann að óhreinlífi og kvennafari
höf'ðingjanna og sagði við ’ Jón Loptsson og Gissur
Hallsson, er hann kallaði að öðru leyti »hina ágæt-
ustu raenn« landsins, að þeir hefðu með svívirðingu
firrzt guðs boðorð um hreinlífi. »En með því at
höfðingjar hafa slíka óhæfu í sinni samvizku, ok af
því treystast þeir eigi hirtingarorð at hafa fyrir
alþýðu, þá er þar komit, at allra ráð hallast í einn
stað, ins meira og hins minna<c.
Það var kraptur sannleikans í orðum þessum
og þau hlutu að vekja athygli ýmsra raanna á Is-
landi.
Eiríkur erkibiskup, eptirmaður Eysteins, hjelt
fram stefnunni og sendi Islendingum áminningar-
1) Dipl. Isl. I, 221—‘23, 261-64.