Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 111
111
brjef* á ný. Hann bannaði prestura að bera vopn
og að flytja rnál eins og Eysteinn erkibiskup hafði
gert, en auk þess fyrirbauð hann biskupum að vígja
menn þá til kennimannsembættis, er goðorð hefðu,
nema þeir seldi þau upp, og gengi frelstir frá ver-
aldar ívasan til guðs embættis og til vígslutöku.
En svo merk sem áminningarbrjef þessi voru,.
var þó boðskapur Eysteins erkibiskups með Þorláki
biskupi Þórhallssyni til Islendinga enn sögulegri,.
enda segir ítarlega frá hvernig honum var tekið.
þá er hann vígði Þorlák til biskups 1178, bauö-
hann honum að fylgja fram kirkjunnar rjetti um
allt Skálboltsbiskupsdæmi, og að allir staðir,
er eptir fornurn vaua hjeldust af leikmönn-
um, skyldu nú vera undir biskupavaidi; hann skyldi
því beimta kirkjur og kirknafje í biskupsdæmi sínu
undir sig. Á yfirferð sinni til Austfjarða sumarið
eptir bar Þorlákur biskup fram þenna boðskap erki-
biskups við Sigurð Ormsson að Svínaíelli, þvi þar
ætlaði hann kirkju að vígja. Sigurður tók þessu
fjarri og sagðist eigi mundu já undan sjer því, sem
hann hafði áður frjálslega haldið að landsvenju..
Biskup sagði, að skipan sjálfra postulanna gaf hon-
um vald yfir öllum guðs eignum undantekningarlaust,
og að páfinn »eptirkomandi postulanna« hefði boðið
Eysteini erkibiskupi að flytja þetta sama erindi í
Noregi og það hefði þar fram gengið; kvað hann.
þ.að »ei rjett eða þolanlegt, að þetta hið fátæka land
standi eigi undir einum lögum og þar«. Sigurður
svaraði, að, »norrænir menn eða útlendir mega eigi
játa undan oss vorum rjettindum«, en þó lauk svo
að biskup fjekk kúgað Sigurð til þess að leggja
1) Dpl. Isl. I, 28ú—91.