Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 112
112
kirkjuna og fje hennar í vald sitt, enda var Sigurð-
ur þá ungur að aldri. Síðan skipaði biskup Sigurði
staðinn í ljen, og á ferð þessari fjekk biskup for-
ræði á öllum stöðum fyrir austan Hjörleifshöfða, ut-
an að Þvottá og Hallormsstað, þótt margir væri
tregir til »að já undan sjer sínar erfðir«.
A heimleiðinni af Austfjörðum tók Þorlákur
biskup gistingu að Höfðabrekku, því hann ætlaði að
vígja þar nýja kirkju, er Jón Loptsson í Odda hafði
gera látið. Hann var þá mestur höf'ðingi á Islandi.
Aður en til kirkjuvigslu var gengið ætlaði biskup
að hafa sömu aðferð við hann sem aðra og spurði,
hvort hann hefði heyrðan erkibiskups boðskap uin
kirknaeignir. Jón svaraði: »heyra má ek erkibisk-
upsboðskap, en ráðinn er ek i at halda hann at engu,
ok eigi hygg ek at hann vili betr né viti, en mínir
forelldrar, Sæmundr hinn fróði ok synir hans. Mun
ek ok eigi firirdæma framferðir biskupa várra hér
í landi, er sæmdu þann landssið, at leikmenn réðu
þeim kirkjum, er þeirra foreldrar gáfu guði, ok
skildu sjer vald ifir ok sínu afkvæmi«. Þorlákur
kvað biskup eiga að ráða kirkjueignum og tíundum
eptir setningum postulanna og annara heilagra feðra,
en um formenn sína á biskupsstóli gat hann þess,
að þeim var eigi boðið af yfirmönnum sínum að
kalla kirkjur og tfund undir sitt vald. Hann hótaði
Jóni bannsetningu, ef hann vildi halda tíundum og
»guðs eignum« með þrjózku móti biskups vilja og
samþykki, en þrátt fvrir það kvaðst Jón aldrei
mundi já eign sinni undan sjer, minni kirkju eða
meiri, þeirri sem hann hefði vald yfir, því hann
vildi eigi láta fyrir neinum eignir sinar, rjettindi og
veldi.
Þá er hvorugur þeirra. biskup nje Jón vildi