Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 114
114
til höfðingja og alþýðu;1 er það í fyrsta sinni að
páfinn gerði slikt, svo kunnugt sje.
Jóni Loptssyni tókst um stund að hnekkja
kirkjuvaldinu, er það ætlaði að ryðja sjer til rúms á
Islandi. En þá er hjer er komið sögunni og Sturl-
ungaöldin hefst, höfðu kennimenn með páfa ogerki-
biskupum i broddi fyikingar unnið sigur alla leið
sem lönd liggja sunnan frá Róm, og vestur að At-
lantshafi og norður til Islandsála. Þeir höfðu gert
skilnað milli kirkju ogríkis, og tekið öll andleg mál
víðast hvar undan yfirráðum veraldlegra höfðingja.
Baráttan hlaut nú bráðlega að berast til íslands,
þvi öllum forvigismönnum kirkjunnar var á þeim
tímum fyllilega ljóst, hvað þeir vildu, og stefndu að
takmarkinu með þrautseigju og óbilandi staðfestu.
Yfirráðin eða sjálfsforræðið var þeim allt fyrir öllu,
því þeir trúðu þvi, að guðsriki gæti ekki náð tak-
marki sínu nje borið þá blessunarríku Avexti, sem
það átti að gera, nema því að eins að kirkjan væri
með öllu óháð og helzt yfir öllu og stjórnaði öllu.
En í annan stað áttu höfðingjarnir á íslandi
kirkjurnar þar, oghöfðu öll yfirráð yfir þeim. And-
lega og veraldlega valdið var þar eitt og hið sama.
Höfðingjarnir gerðu því eigi annað en fylgja fram
rjetti sínum, er þeir stóðu á móti erkibiskupi og
erindum hans. Þótt íslendingar hefðu gengið i sam-
band við kaþólsku kirkjuna, höfðu þeir aldrei sam-
þykkt lög hennar. Þeir höfðu tekið við trú bennar
en eigi lögum, en þar með höfðu þeir játazt undir
páfa og erkibiskupa svo sem hina æðstu kennimenn
og sáluhjálpara, og með því var yfirráðum þeirra
hætta búin. Þvf það skal mikið til, þegar í hart
1) Dipl. Isl I, 299—302.