Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 116
116
ur og óbilgjarn og virði hvorki mennina nje lands-
lögin, en óvægir menn og rfkir á móti. Deilur
þessar stóðu um dómsvaldið yfir klerkum, og hófst
með þeim fyrir alvöru baráttan milli hins andlega
og veraldlega valds á Islandi.
Það var upphaf að deilum þessum, að Kolbeinn
Tumason, höfðingi Skagfirðinga, hafði prest nokkurn að
sökum um fornt fjemál, en hann sótti Guðmund
biskup að sínu máli. Biskup þóttist einn eiga dóm
á prestinum, þótt hjer væri um veraldlegt mál að
ræða, en Kolbeinn sótti prestinn að landslögum til
»dauða og útlegðar«. En er menn dæmdu um mál-
ið á alþingi, gekk biskup til dóms með staf og stólu
og fyrirbauð þeim að dæma prestinn. Þeir dæmdu
eigi að síður, en daginn eptir fyrirbauð biskup Kol-
beini og öllum þeim, sem við þetta mál höfðu verið
riðnir, alla guðsþjónustu. Biskup tók prestinn til
sín, en um haustið er Kolbeinn ætlaði að fylgja
fram dóminum, bannfærði biskup hann (1206). Vinir
þeirra leituðu þá um sættir með þeim og tókst það
um stund. En Guðmundur biskup sat við sinn keip,
og komst skjótt í deilur við aðra höfðingja ura
dómsvaldið yfir klerkum (1207). Hann bannfærði
þá, en af þvi að Kolbeinn samneytti við þá, bann-
söng biskup hann einnig, og var þá öllum sáttum
lokið með þeim. Horfði nú til vandræða með þeim,
en vinir þeirra fengu á vorþingi 1208 komið á sátt-
um með því móti, »að öll mál skyldi vera undir
erkibiskupi.« Hvort þessi sáttartillaga var runnin
upp frá Guðmundi sjálfum, eða jafnvel erkibiskupi,
eða Páli biskupi, er erkibiskup hafði ritað að hann
skyldi styðja og styrkja mál Guðmundar, vitum vjer
nú eigi. Guðmundur biskup raun hafa krafizt sjálf-
dæmis, en því hafa hinir neitað ; er því eigi ólík-