Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 117
117
legra, að hann hafl þá látið einhvern vin sinn koma
með þessa tillögu til sátta og samkomulags, eða
jafnvel að einhver annar hafi gert það afsjálfsdáðum,
en að Páll biskup hafi látið gera það, eins og Jón
Sigurðsson hefur getið til. En þetta var í fyrsta
sinn, að Islendingar skutu slíkum málum beint und-
ir dóm erkibiskups, og var þar með beindur sá veg-
ur, að kjósa heldur að eiga rjett sinn og virðingu
undir útlendum höfðingjum en að styrkja rjettinn í
landinu með afli og rjettvísi landsmanna sjálfra.1
Erkibiskup dæmdi þó eigi að þessu sinni um
mál Isiendinga, því deilan hófst jafnharðan aptur
milli þeirra Guðmundar og Kolbeins; og yrði það
oflangt mál að rekja hana hjer, enda liggur það
fyrir utan þau takmörk, sem ritgjörð þessari eru
sett. Einungis skal þess getið, að deilan harðnaði
og Kolbeinn hjelt fram landslögunum með miklu fylgi,
en biskup hinum útlendu kirkjulögura, kanóniskum
rjetti, sem voru þá einnig kölluð guðslög. Laust í
bardaga með þeim 8. sept. 1208 og fjekk Kolbeinn
þar steinshögg og beið bana af.
Guðmundur biskup lagði nú þung gjöld á þá
menn, sem hötðu verið með Kolbeini, en sá þó, að
allmikið var að gert, og bauð erkibiskups dóm á
öllum málum þessum. Því var eigi játað. Arnór
Tumason tók við ríki í Skagafirði eptir Kolbein
bróður sinn, og ófriðinum við Guðmund biskup, en
ýmsir höfðingjar gengu nú í lið með honum; höfðu
sumir þeirra svo sem Sigurður Ormsson átt áður í
deiiuin við Guðmund biskup. Þeir ráku síðan bisk-
up burt af Hólum og settust þeir Arnór og Sigurð-
ur þar að, og hjeldu staðinn um tvö ár (1209—
1) Jón Sigurðsson, Dipl. IbI. I, 356.—7.