Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Qupperneq 119
119
mál en slökkva, þá visi sumir sökum í einn stað,
sumir i annan; og sjái hann fyrir það eigi annað
heilt i þessu máli, en biskup sæki á sinn fund og
þeir með honum, er hjer eru nefndir. »Þat bjóðum
vér yðr til í hlýðni, Guöi til þakka, heilagri kristni
til frelsis, syndum yðrum til lausnar, en öllum lands-
lýð til þurftar, at þér sækit at sumri á várn fund ;
en vér skulum alla stund á leggja, at ósætt falli,
sátt risi, sálar hjalpist, ok langr friðr standi i þessu
landi. Til langra meina mun standa, eptir þvi er
Guð kennir oss, ef þetta ráð er fyrirlitið«.
Áður en brjef þessi komu út, var fundur lagð-
ur um vorið með þeim biskupi og Arnóri og bauð
Arnór marga kosti sæmilega, en þó varð eigi af
sættum, enda vildi Arnór eigi að biskup færi til
Hóla, svo að hann stýrði fleiru en klerkum og tíð-
um. Við erkibiskups brjefin kyrrðust þeir Arnór, en
biskup fór á staðinn um haustið og sat þar um vet-
urinn (1211- 12).
í brjeíum erkibiskups voru eigi nefndir allir
þeir höfðingjar, sem höfðu verið I atför að Guð-
mundi biskupi, svo sem Sighvatur Sturluson, Þor-
valdur Vatnsfirðingur, Magnús Guðmundarson og
Þórður Böðvarsson. Einn af þeim, sem utan var
boðað, Hallur Kleppjárnsson, var þá orðinn sáttur
við biskup, en erkibiskup hefur eigi vitað það, er
hann ritaði brjet sitt. En hins vegar er eigi hægt
að vita, hvers vegna t. a m. Jón Sigmundarson var
boðaður utan fremur en Sighvatur eða aðrir sem
með voru, eu ætla má að erkibiskupi hafi eigi ver-
ið fullkunnugt um alla höfðingjana f'yrir förinni, en
talið þessa mest seka.
Það var hvorttveggja að aldrei hafði kviknað
áður slíkur ófriður milli nokkurs manns af klerka-