Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 120
120
stjettinni og höfðingjanna á íslandi sem nú, enda var
þetta í fyrsta sinni að erkibiskup boðaði höfðingjum
og biskupi á sinn fund til þess að dæma i málum
þeirra. Eflaust hefur höfðingjum þótt það hart, og
erkibiskupi var það ljóst, að það var mikið spor,
sem hann steig með stefnubrjefi þessu. Hann vissi
vel að tvísýnt var, hvort höfðingjarnir mundu sinna
því, og bjóst enda við að þeir mundu fyrirlíta þetta
ráð sitt, en það segir hann þeim að verði þeim
verst sjálfum. Það má líka nærri geta, að höfðingj-
unum hefur aldrei dottið í hug að gegna að öllu
leyti utanstefnu Þóris erkibiskups, enda sjást þess
engin merki. Að fyririíta hana með öllu var þó
eigi svo gott, af því að erkibiskup hafði yfirumsjón
með kirkjunni á Islandi og Arnór og Þorvaldur
Gissurarson höfðu áður (1208) gert þá sætt við Guð-
mund biskup, að erkibiskup skyldi dæma um öll
mál þeirra; kom það hjer skjótt fram, að það var
óheillaráð, er þeir höfðu lSgt mál sin á hans dóro,
því nú gátu þeir eigi eins vel og ella færzt undan
stefnu hans. Bæði Sturlunga saga og Guðmundar
saga segir, að tveir menn fóru utan af þeim sex,
er erkibiskup hafði boðað utan með biskupi. Arn-
ór var annar þeirra, en hinn mun hafa verið Þorvald-
ur Gissurarson, sem sagan á við, þvl I sömu and-
ránni segir: »Þá fór ok utan Þorvaldur Gissurar-
son.« Hins vegar ber þess þó að gæta, að Jón
Sigmundarson fór utan, og að Þorvaldur fór utan
meðfram að minnsta kosti af öðrum ástæðum.
Jón Sigmundarson fór fyrstur utan sama árið
og brjefin komu út, eða 1211, eptir því sem Annál-
ar segja. Eigi sjer þess merki, að hann hafi verið
einhver hinn bitrasti fjandmaður Guðmundar bisk-
ups, heldur mun hann hafa veitt Arnóri lið móti