Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 121
121
biskupi eftir fall Kolbeins sökutn venzla við þá
bræður; getur og vel verið, að hann hafi ráðið fer&
sína áður en utanstefnan kom og af öðrum ástæð-
um. Segir ekki af ferðum hans annað en það, ab
hann andaðist veturinn eptir eða næsta ár í Noregi
(1212).
Aptur á móti lýsti Arnór utanferð sinni af mál-
um þeirra biskups. Annálar segja að hann færi
utan 1212, en Sturlunga 1213 og er það rjettara.
Það ár fór utan Þorvaldur Gissurarson með systur-
syni sínum Teiti Bessasyni. Eptir andlát Páls
biskups 29. nóvbr. 1211, var hann kosinn til biskups
off átti hann nú að fá vígslu hjá erkibiskupi, og
var þvi harla nauðsynlegt fyrir Þorvald að brjóta
eigi boð hans, þvi svo gat farið, að erkibiskup
synjaði þá Teiti um biskupsvígslu, enda mun þetta,
en eigi stefuan, hafa verið aðalástæðan til þess að
Þorvaldur fór utan. Teitur varð þó eigi biskup
því hann andaðist árið eptir i Noregi (1214). Sama
ár fóru þeir Arnór og Þorvaldur heim til sín, er
þeir höfðu setið í Noregi um veturinn. Eru nú
engar nánari frásagnir til um dvöl þeirra erlendis,
nje af viðræðum þeirra og málaflutningi við erki-
biskup.
Guðmundur biskup ætlaði utan 1213 eins og
Arnór; lá hann til hafs sex vikur ogsigldi út tveim
sinnum, en varð apturreka og var borinn sjúkur af
skipi. Vetri síðar fór biskup utan; segir saga hans
að hann hafi verið hinn fyrsta vetur í Vík austur,
en lengstum með Nikolási biskupi. Bendir það
að hann hafi alls ekki fundið Þóri erkibiskup, sem
andaðist 8.ág. þá um sumarið (1214); og er óvíst að Guð-
mundur hafi þá verið kominn til Noregs. Einnig
er það líklegt, að þeir Arnór og Þorvaldur hafl þá