Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 122
122
verið farnir frá Noregi, er Guðmundur kom þangað,
en af þessu er Ijóst, að eigi var hægt að gjöra um
mál þeirra í þetta sinn.
Eftir lát Þóris var Guttormur valinn erkibiskup
og fór hann á fund páfa að taka vigslu 1215; er
liklegt að hann hafi verið á kirkjuþinginu mikla,
er var háð í Róm það ár i nóvembermánuði, og að
hann hafi eigi komið fyr til Noregs en snemma á
árinu 1216. Á meðan var Guðmundur biskupiNor-
egi og kom hann eigi fyr til íslands en 1218; er
liklegt að hann hafi fengið þann úrskurð hjá erki-
biskupi, að hann hafi verið ómaklega rekinn af
stóli, og því hafi hann farið út aptur til stóls sins.
Settist hann að á Hólum, eins og ekkert hefði í
skorizt, en það stóð eigi lengi, enda sótti allt í sama
horfið fvrir Guðmundi.1
En nú verður að hverfa frá Guðmundi biskupi
og utanstefnum erkibiskupa um stund, því um
þessar mundir dró upp flóka úr annari átt, svo að
við lá, að Islendingar yrðu sóttir heim með her
manns.
IV. Deilur Oddaverja og Norðmanna 1215—1220.
Konungsannáll og Skálholtsannáll geta þess, að
Sæmundur Jónsson i Odda og Þorvaldur Gissurar-
son lögðu lag á varning A.ustmanna 1215, en að
öðru leyti skýra þeir eigi nánar frá því. En þetta
hefur eflaust verið á Eyrum, því þar var hið helzta
kauptún á öllu Suðurlandi austanfjalls. Þeir Sæ
mundur gerðu þetta samkvæmt því, sem islenzk
1. Sturl. I 223-25, 227, 238; Guðm. s. g. Bps. I 504, 50«,
507—8, 571—73, 583. Dipl. 1 856—69. ísl. ann. I, III, IV, V
sbr. VIII.