Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 123
123
lög buðu þá,1 en eflaust var þessu illa tekið af
kaupmönnum, þótt eigi sje þess getið, og hafa þeir
borið þeim Sæmundi illa söguna, er þeir komu til
Noregs.
Árið eftir fór Páll, sonur Sæmundar, utan. Og
er hann kom til Björgynar, gjörðu Björgynarmenn
að honum spott mikið, og sögðu, að hann mundi
ætla að verða konungur eða jarl yfir Noregi. Hafa
þeir að likindum viljað gjalda honum verðlag föður
hans árið áður, og munu kaupmennirnir hafa verið
frá Björgyn, sem það kom niður á. En Páli þótti
sjer varla við vært í Björgyn, og rjeð sig um haust-
ið í byrðing, er ætlaði norður til Þrándheims á fund
Inga konungs En byrðingur sá týndist fyrir Stað
og hvert mannsbarn er á var.
Páll var elztur sona Sæmundar og hinn líkleg-
asti til höfðingja eftir hann. Hann hafði sýnt af
sjer röskleika á alþingi eitt sinn í deilum mauna,
og vildi eigi láta á sig gaffiga, en nú hafði hann
látið líf sitt á fegursta skeiði. Það var því eðlilegt
að Sæmundur faðir hans yrði bæði hryggur og reið-
ur, er hann spurði lát hans 1217. Fór þar með
fregnin um spott Björgynarmanna, og skildi Sæ-
mundur það svo, að Páll hefði norður farið af ó-
náðum þeim, er Björgynarmenn hefðu gert honum,
en eigi af' fýsi sinni, og hann hefði látizt af' völdum
þeirra. Hann safnaði því að sér liði miklu, og f'ór
út á Eyrar, og bar þessar sakir á Björgynarmenn.
Áttu þar margir menn hlut í að sefa Sæmund, og
Ormur bróðir hans mestan, en það stoðaði ekki.
Var þar enginn kostur annar en Austmenn skyldu
festa honum gjöld svo mikil sem hann vildi á þá
1 Sbr. Grágás I b, 12.