Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 124
124
leggja, og tók hann þar upp þrjú hundruð hundr-
aða fyrir kaupmönnum.1
Sama sumarið (1217) kom knörr mikill í Vest-
mannaeyjar og hafði verið Grænlandsfar; voru þeir
stýrimenn, Grímarr og Sörli, norrænir menn. Sæ-
mundur lagði gjöld á þá sem aðra, segir í Sturl-
ungu, og mun það vera svo að skilja, að hann
muni hafa neytt þá til að greiða nokkuð af þeim
þrem hundruðum hundraða, er hann hafði lagt á
kaupmenn. Sörli var um veturinn með Ormi og
þótti þeim Grímari allillt fjelát sitt. Fór hann um
vorið (1218) í Odda og eigi allfáir Austmenn ; höfðu
menn það fyrir satt, að þeir hefðu ætlað að ráða á
Sæmund, ef þeir þættust hafa afla til; en þar var
margt manna fyrir.
Austmenn þessir voru illir viðskiptis við lands
menn, og það kom bráðlega í ljós, að þeir hvikuðu
ei” i undan að vinna níðingsverk, til þess að koma
fram hefndum.
Sumarið 1218 fór Ormur Jónsson út í Vest-
mannaeyjar, er þeir Grímarr bjuggust utan, og ætl-
aði að sækja við, er hann hafði keypt af þeim fje-
lögum, Ormur átti sjer einskis ills von, en um
daginn, er hann minnst varði, hljóp Grimarr að hon-
um og hjó hann banahögg. Síðan rjeðu þeir báð-
ir að Jóni syni hans og vógu hann. Enn drápu
Austmenn þar tvo menn af Ormi. Eptir þetta ljetu
1. í ýmsum handritum stendur »þrjú hundruð hundraða vað-
mila« (Eirsp. 265, Frís 410, Fms. IX, 276, Flat. 111, 28). Ef
alinin af venjulegu vaðmáli er metin á eina krónu (alinin var
styttri í fornöld, og mun það verða nærri sanni eptir vaðmálsverði
nú á dögum), þá verður það 43,200 kr. En eptir verðreikningi Sturl-
ungu mætti ætla að hjer væri átt við þriggja álna aura, og þá
yrði þetta eftir vaðmálsverði um 129,600 kr.